Fara í efni
Minningargreinar

Gísli Jónsson – lífshlaupið

Gísli Jóns­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri á Ak­ur­eyri, er lát­inn eft­ir erfið veik­indi, 78 ára að aldri. Gísli fædd­ist á Ak­ur­eyri 28. júní 1945. Hann lést 11. des­em­ber 2023.

For­eldr­ar Gísla voru Jón Ey­steinn Eg­ils­son for­stjóri og Mar­grét Gísla­dótt­ir hús­móðir. Systkini Gísla eru Fanný, f. 1947, Eg­ill, f. 1949, og Sig­ríður, f. 1951, sem öll lifa bróður sinn.

Eig­in­kona Gísla var Þór­unn Kol­beins­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur, f. 23. ág­úst 1943. Þór­unn lést á síðasta ári. For­eldr­ar henn­ar voru Kol­beinn Kristó­fers­son pró­fess­or og yf­ir­lækn­ir og Álf­heiður Óla­dótt­ir hús­móðir.

Börn Gísla og Þór­unn­ar eru: 1) Kol­beinn, f. 1964, bú­sett­ur í Svíþjóð, dótt­ir hans er Bára. 2) Mar­grét, f. 1969, bú­sett á Ak­ur­eyri. Sam­býl­ismaður henn­ar er Stefán Hrólfs­son. Börn Mar­grét­ar eru Þór­unn Ósk, Jón Krist­inn og Gísli Freyr. 3) Jón Eg­ill, f. 1972, bú­sett­ur á Ak­ur­eyri, kvænt­ur Erlu Hrönn Matth­ías­dótt­ur, f. 1972. Börn þeirra eru Kristó­fer og Katrín. Einnig átti Gísli tvö langafa­börn.

Gísli hóf störf hjá Lands­banka Íslands á Ak­ur­eyri árið 1963 og starfaði þar þangað til þau Þór­unn fluttu til Reykja­vík­ur 1967. Gísli var þá ráðinn gjald­keri ný­stofnaðs Spari­sjóðs alþýðu og síðar skrif­stofu­stjóri Alþýðubank­ans. Því starfi sinnti hann þar til 1976 þegar hjón­in fluttu til Ak­ur­eyr­ar á ný.

Gísli tók við rekstri Ferðaskrif­stofu Ak­ur­eyr­ar og Sér­leyf­is­bíla Ak­ur­eyr­ar af föður sín­um – og var gjarn­an kallaður Gísli á ferðaskrif­stof­unni. Gísli starfaði við þann rekst­ur til 1993 en tók þá við umboði Happ­drætt­is há­skól­ans á Ak­ur­eyri og fleiri umboðum; m.a. Heims­ferða, Trygg­inga­miðstöðvar­inn­ar og happ­drætt­is DAS, en seldi þann rekst­ur árið 2008.

Gísli kom að rekstri margra fyr­ir­tækja í gegn­um tíðina. Hann átti m.a. og rak Sjall­ann í nokk­ur ár og kom að rekstri Hót­els Norður­lands sem einn eig­enda.

Útför Gísla fer fram frá Ak­ur­eyr­ar­kirkju í dag, 8. janú­ar 2024, klukk­an 13.00.

Hermína Jónsdóttir

Daði, Freyr og Katrín skrifa
01. mars 2024 | kl. 10:05

Hermína Jónsdóttir

Rannveig María, Erlingur, Anna Marit og Ragnhildur skrifa
01. mars 2024 | kl. 10:05

Gylfi Guðmarsson

Gunnar Sturla Gíslason og Sunna Árnadóttir skrifa
20. febrúar 2024 | kl. 06:30

Gylfi Guðmarsson

Stefán B. Sigurðsson og Þorsteinn Pétursson skrifa
20. febrúar 2024 | kl. 06:30

Aðalgeir Aðalsteinsson

Sindri Geir Óskarsson skrifar
06. febrúar 2024 | kl. 09:00