Fara í efni
Minningargreinar

Dagný Sigurgeirsdóttir

Elskuleg móðir mín, Dagný Sigurgeirsdóttir, er fallin frá, að mér finnst í blóma lífsins. 87 ára en samt svo ung í anda og útliti, með á nótunum, skemmtileg og jákvæð.

Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum en þau stóru verkefni sem hún þurfti að takast á við leysti hún ávallt eftir bestu getu og þroskaðist og efldist við hverja ágjöf. Síðasta ágjöfin varð henni þó of stór er hún veiktist skyndilega. Þrekið var búið, hún sleppti takinu og leyfði æðri máttarvöldum að taka yfir.

Er ég hugsa til elsku mömmu núna blandast saman sár sorg og þakklæti. Sorgin yfir því að hún sé farin, þakklæti fyrir allt sem hún gaf mér og minni fjölskyldu. Þakklæti fyrir styrkinn sem hún sýndi okkur, jákvæðnina, hugulsemina og mildina, glensið og fyrir að vera skemmtilega utan við sig, vöfflurnar og brúnkökuna, ómetanlegan stuðning á erfiðum tímum og þátttöku í dýrmætum gleðistundum. Þakklæti fyrir að vera frábær amma drengjanna minna. Þakklæti fyrir það hvernig hún hlúði að þroska mínum og hamingju með því að velja ávallt bjartsýni í stað biturleika, lífsgleði í stað kaldhæðni og forvitni í stað fordóma.

Hvíl í friði mamma mín.

Þín elskandi dóttir,

Hilma.

Orri Harðarson

Helgi Jónsson skrifar
21. júní 2025 | kl. 14:00

Jón Ingi Cæsarsson

Kristján L. Möller skrifar
20. júní 2025 | kl. 14:20

Jón Ingi Cæsarsson – lífshlaupið

19. júní 2025 | kl. 08:30

Jón Ingi Cæsarsson

Logi Einarsson skrifar
19. júní 2025 | kl. 06:00

Jón Ingi Cæsarsson

Samfylkingin á Akureyri skrifar
19. júní 2025 | kl. 06:00

Jón Ingi Cæsarsson

Stjórn Arfs Akureyrarbæjar skrifar
19. júní 2025 | kl. 06:00