Fara í efni
Minningargreinar

Björgvin Þorsteinsson – lífshlaupið

Björgvin Þorsteinsson fæddist á Akureyri 27. apríl 1953. Hann lést á líknardeild Landspítalans 14. október 2021. Björgvin var sonur hjónanna Þorsteins Magnússonar vélstjóra f. 1919, d. 1992 og Önnu Rósamundu Jóhannsdóttur húsfreyju f. 1920, d. 2011. Systkin Björgvins eru 1) Arnþór Magnús f. 1942, 2) Sigurlína f. 1946, d. 2018, 3) Jóhanna Sigrún f. 1948, 4) Viðar f. 1950 og 5) Gunnar f. 1961. Einnig ólst upp á heimilinu sonur Sigurlínu, Björn Axelsson f. 1968. Fyrri eiginkona Björgvins var Herdís Snæbjörnsdóttir, dóttir þeirra er Steina Rósa f. 06. 11. 1976. Börn hennar eru; a)Sindri Þór giftur Önnu Margréti Ingólfsdóttur, þau eiga 3 börn, b) Kolbrá Sól, c) Styrmir Jökull og e) Katla Nótt.

Eftirlifandi eiginkona Björgvins er Jóna Dóra Kristinsdóttir f. 25.09.1954 ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. Hún er dóttir hjónanna Kristins Pálssonar útgerðamanns f. 1926, d. 2000 og Þóru Magnúsdóttur hjúkrunarfræðings f. 1930, þau eru frá Vestmannaeyjum. Björgvin og Jóna Dóra gengu í hjónaband 19. 06. 1999 eftir 10 ára sambúð. Sonur Jónu Dóru og stjúpsonur Björgvins er Kristinn Geir f. 20. 05. 1980. Kona hans er Sylvía Rún Ellertsdóttir f. 1984, börn þeirra eru; a) Ellert Úlfur, b) Emil Huginn, c) Urður Eldey og d) Agla Eilíf.

Björgvin ólst upp á Akureyri, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1973 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1980. Hann fékk réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1982 og sem hæstaréttarlögmaður 1986.

Björg­vin starfaði sem full­trúi sýslu­manns­ins í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu 1980-1981 og full­trúi á lög­manns­stofu Gylfa og Svölu Thorlacius 1981-1983. Frá 1982 starfaði Björgvin sjálfstætt, síðast hjá Draupni lögmannsþjónustu.

Björg­vin sat í stjórn Golf­klúbbs Ak­ur­eyr­ar 1967-1969 og í stjórn Bridges­am­bands Íslands 1987- 1992, í stjórn Lög­manna­fé­lags Íslands 1985-1987 og í stjórn Golf­sam­bands Íslands 1998-2002. Þá átti hann sæti í áfrýj­un­ar­dóm­stól ÍSÍ und­an­farna tvo ára­tugi.

Björg­vin varð sex sinn­um Íslands­meist­ari í golfi á ár­un­um 1971 til 1977 en hann keppti 56 sinn­um á Íslands­mót­inu, síðast í sum­ar á Jaðarsvell­in­um á Ak­ur­eyri. 2017 varð Björgvin Íslandsmeistari í flokki kylfinga 35 ára og eldri og þá varð hann Íslands­meist­ari í flokki kylf­inga 65 ára og eldri tvö ár í röð, nú seinast í Vest­manna­eyj­um í sum­ar. Auk Íslands­meist­ara­titl­anna varð hann 9 sinn­um meist­ari Golf­klúbbs Ak­ur­eyr­ar, Golf­klúbbs Reykja­vík­ur tvisvar og Golf­klúbbs Hafn­ar í Hornafirði einu sinni. Hann fór 11 sinn­um holu í höggi á ferl­in­um. Björgvin var sæmdur gullmerki GSÍ 2003. Hann var sæmd­ur heiður­skrossi ÍSÍ á ársþingi Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bands Íslands nú í októ­ber.

Útför Björgvins fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 27. október 2021 og hefst athöfnin kl. 15. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: www.sonik.is/bjorgvin

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00