Fara í efni
Mannlíf

Pétur á þriðjudegi og það „að reyna of mikið“

Nýjasti hlaðvarpsþáttur Péturs Guðjónssonar í röðinni, Það er alltaf þriðjudagur, kom út í dag og þeir eru þar með orðnir 14. Akureyri.net birtir vikulega útdrátt úr þættinum og slóð á hann.

Í nýjasta þættinum fjallar Pétur um það að reyna of mikið. Meginefni þáttarins er komið úr gamalli bloggsíðu Péturs. Þar er vitnað í bók þar sem segir frá lærlingi að ræða við lærimeistara sinn; hann spyr hversu mikið þurfi að leggja sig fram til að ná settu marki. Svörin hjá lærimeistaranum eru á þá leið, að ef menn reyna of mikið þá tefji þeir fyrir sér.

Hvernig getur eiginlega staðið á því? spyr Pétur og bætir við: Engin svör fást í þættinum en eins og alltaf er það hlustandans að vega og meta svarið.

Smellið hér til að hlusta.