Fara í efni
Mannlíf

Pétur veltir vöngum um sjálfið á þriðjudegi

Pétur Guðjónsson birtist galvaskur í dag með hlaðvarpsþátt, þann 25. í röðinni af Það er alltaf þriðjudagur og Akureyri.net birtir útdrátt að vanda og slóð á þáttinn.

Í þessum lokaþætti, í bili að minnsta kosti, lítur Pétur aðeins til baka á hina þættina 24. „Vangavelturnar í þessum þætti er um sjálfið okkar eða egóið. Hvar eru skilin á því að vera fullur af sjálfum sér, egóisti eða vera ekki nógu góður við sig?“ spyr hann.

En hver er munurinn á að njóta en ekki þjóta og að hafa gaman? Eða er það sami hluturinn?

Síðasta vangavelta hlaðvarpsins er svo um það, hvað það er að vera farsæll? Kannski er það að vakna brosandi á hverjum degi …

Smellið hér til að hlusta á þátt Péturs