Fara í efni
Mannlíf

Þriðjudags-Pétur veltir vöngum: Hvað eru jólin?

Upp er runninn annar dagur hefðbundinnar vinnuviku og Pétur Guðjónsson birtir því nýjan þátt í hlaðvarpsröðinni; Það er alltaf þriðjudagur, þann 24. í röðinni. Akureyri.net birtir útdrátt úr þættinum að venju og slóð á hann.

Í þessum þætti, sem heitir Jólin eru… talar Pétur um birtingarmynd jólanna, kannski ekki síst fyrir börnin. 

Jólin eru barnsleg eftirvæntingin, það eru ýmsir viðburðir, það er uppbygging alla aðventuna, dagatal, skór í glugga og álfur sem gerir óskunda,“ segir Pétur. „ Svo kemur jóladagur og þá eru pakkarnir uppteknir, ekkert í skónum, ekkert dagatal og álfurinn farinn heim.

Eru jólin því bara eftirvæntingin og tilhlökkunin?

Því getur hver og einn svarað fyrir sig.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

https://open.spotify.com/episode/1LyZYkYyHSLkxJwnG0s0eR?si=GtD9qW-lRquKznuhVxJZ6A