Fara í efni
Mannlíf

Þriðjudags-Pétur um völd og stjórnunarhætti

17. þáttur hlaðvarpsins Það er alltaf þriðjudagur er kominn út. Þetta er því 17. þriðjudagurinn sem Akureyri.net birtir það sem ber hæst í þætti dagsins og slóð á hann á streymisveitunni Spotify.

Pétur veltir fyrir sér völdum og stjórnunarháttum. Spyr hvort það sé algengt að með auknum völdum fari fólk að snúa meira á sannleika og heiðarleika?

„Eru þegnar þessa lands aldrei ánægðir og gagnrýna innihaldsslaust allt sem gert er við stjórnun landsins? Varla fer einhver út í pólitík til þess að hugsa eingöngu um eigin hagsmuni? Eigum við flest erfitt með peninga og völd, sem leiðir til þess að við gerum allt til að okkur gangi sem best og skítt með hina?“

Til þess að rýna betur í málin fer Pétur á alnetið til að skoða betur hvað til dæmis hugtök eins og kapítalismi þýðir. Eða sósíalisti.

„Niðurstaðan fæst hjá hverjum og einum. Þó kemur fram að í gegnum broslegar útskýringar á hugtökum og útskýringum, þá leynist mögulega einhver sannleikur í gegnum húmorinn.“

Smellið hér til að hlusta.