Fara í efni
Íþróttir

Veistu hvaða ungu Þórsarar þetta eru?

Ljósmynd: Páll A. Pálsson

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – XII

Tólfta gamla íþróttamyndin birtist á Akureyri.net í dag lesendum til skemmtunar.

Páll A. Pálsson ljósmyndari á Akureyri tók þessa mynd snemma á áttunda áratugnum á Akureyrarvelli. Þarna eru ungir knattspyrnumenn í Þór ásamt þjálfara sínum, Þresti Guðjónssyni.

Ritstjóri Akureyri.net þekkir flesta þessa drengi með nafni en gefur þau ekki upp strax – skemmtilegra er að bjóða lesendum upp í dans og leyfa þeim að spreyta sig! Veistu nöfn drengjanna og kanntu jafnvel af þeim skemmtilegar íþróttasögur? Endilega sendu upplýsingar á netfangið skapti@akureyri og nöfnin verða öll birt einhvern næstu daga.