Fara í efni
Íþróttir

Þekkja lesendur þessa ungu KA-stráka?

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – 77

Fyrir hálfum mánuði var gamla íþróttamyndin af Akureyrarmeisturum Þórs í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu sumarið 1978. Mynd dagsins er tekin við sama tækifæri, í gamla Alþýðuhúsinu – Allanum við Gránufélagsgötu, þar sem verðlaunaafhending fór fram. Þetta eru KA-strákar sem urðu Akureryrarmeistarar 4. flokks þetta sumar.

Sá sem þetta skrifar þekkir nokkra drengjanna með nafni en vill leyfa lesendum að spreyta sig sem fyrr. Þekkir þú, lesandi góður, einhvern þessara stráka, jafnvel fleiri en einn? Fólk er hvatt til að senda upplýsingar um nöfn á netfangið skapti@akureyri.net