Fara í efni
Íþróttir

Gamli Þórsvöllurinn á Oddeyri um 1960

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – X

Tíunda gamla íþróttamyndin birtist á Akureyri.net í dag lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Þetta er gamli Þórsvöllurinn á Oddeyri, austan við stórhýsi súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu (þar sem nú er m.a. verslun Ellingsen, Axelsbakarí og Íslensk verðbréf). Myndina tók Gunnlaugur P. Kristinsson og heyrir hún nú til Minjasafninu á Akureyri. Myndin birtist í fimmta bindi Sögu Akureyrar eftir Jón Hjaltason. Aðstæður eru nokkuð aðrar en menn eiga að venjast í dag, svo ekki sé meira sagt!

Í bókinni segir: Þórsvöllurinn um 1960. Fjær eru Sólvellir og Grenivellir. Oddeyrarskóli er fyrir neðan stóra, ljósa húsið, lengst til hægri. Árið 1928 heimilaði bæjarstjórn Þór full af not af grasvellinum, sem félagið hafði komið upp með ærinni fyrirhöfn, og svolítilli landspildu í kring. Sama sumar lögðu Þórsarar hlaupabrautir umhverfis völlinn. Tveimur árum síðar, eða 1930, gerði félagið malarvöll (sem myndin er af) vestan við grasvöllinn. Hann átti eftir að reynast ákaflega notadrjúgur, fyrst til hvíldar aðalvellinum, en frá vorinu 1954 – þá tók bærinn grasvöllinn af félaginu – sem var eini fótboltavöllur félagsins.