Fara í efni
Íþróttir

Gamlar skíðakempur á fyrsta degi vetrar

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – 102

Vetur konungur minnti á sig í vikunni og nú er hann formlega tekinn við; í dag er fyrsti vetrardagur og því tilvalið að gamla íþróttamyndin að þessu sinni sé af akureyrskum skíðakempum.

Myndin er tekin í skíðahótelinu í Hlíðarfjalli á að giska um miðjan áttunda áratuginn. Standandi eru, frá vinstri, Ingvar Þóroddsson, Björn Víkingsson, Haukur Jóhannsson og Karl Frímannsson og sitjandi, frá vinstri, Guðrún Bjarney Leifsdóttir, Margrét Baldvinsdóttir og Katrín Frímannsdóttir.

Haukur og Margrét eru með stærstu verðlaunagripina, óvenjulega gripi sem margir muna væntanlega eftir. Eða hvað, man einhver lesandi eftir því hvaða mót eða mótaröð getur verið um að ræða? Gaman væri að fá upplýsingar sendar á netfangið skapti@akureyri.net