Fara í efni
Íþróttir

Gamla íþróttamyndin IV – Skíðakappar 1946

Ljósmynd: Eðvarð Sigurgeirsson

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – IV

Fjórða gamla íþróttamyndin birtist á Akureyri.net í dag, lesendum til skemmtunar og í þeirri von að fá frekari upplýsingar eða sögur af þessum köppum.

Myndin er tekin á Skíðamóti Íslands á Akureyri árið 1946. Keppni í alpagreinum fór fram við Ásgarð í Hlíðarfjalli og er myndin af sveit ÍBA (Íþróttabandalags Akureyrar) sem varð Íslandsmeistari í flokkasvigi. Frá vinstri: Hreinn Ólafsson, Magnús Brynjólfsson, sem einnig sigraði í svigi á mótinu, Björgvin Júníusson og Guðmundur Guðmundsson, gjarnan kallaður Skíðakóngur, og hlaut einmitt það sæmdarheiti á mótinu 1946; varð stigahæsti keppandinn eftir samanlagðan sigur í göngu og stökki.

Magnús og Guðmundur kepptu báðir í bruni, svigi og alpatvíkeppni tveimur árum síðar á fyrstu Ólympíuleikunum eftir heimsstyrjöldina síðari, í St. Moritz 1948.

Eðvarð Sigurgeirsson tók myndina, hún er varðveitt á Minjasafninu á Akureyri og birtist á sínum tíma í 5. bindi Sögu Akureyrar eftir Jón Hjaltason.

Vinsamlega sendið allar upplýsingar á netfangið skapti@akureyri.net – það væri ómetanlegt aðstoð í þeirri viðleitni að safna saman sem mestum fróðleik um íþróttalífið í bænum á árum áður.