Fréttir
Niceair hætt við flug til Köben í febrúar
20.01.2026 kl. 16:30
Þjóðverjinn Martin Michael þegar hann kynnti fyrirhugaða starfsemi Niceair um miðjan desember í Flugsafni Íslands á Akureyri. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Ekkert verður af fyrirhuguðu flugi Niceair milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í febrúar. Tilkynnt hafði verið um tvo flugdaga en farþegum sem höfðu bókað flug utan 19. febrúar og heim aftur 22. febrúar var tilkynnt í dag með tölvupósti að fluginu hefði verið aflýst. Í póstinum er þó gefið í skyn að árar hafi ekki verið lagðar í bát, flug á milli höfuðstaða Norðurlands og Danmerkur sé enn á dagskrá en komið hafi í ljós að undirbúa þurfi málið betur „áður en við getum tekið á móti farþegum um borð á ábyrgan hátt,“ eins og segir í póstinum.
Umfjöllun akureyri.net um Niceair í desember: