Fara í efni
Fréttir

Bærinn kaupir Allann og húsið verður rifið

Gamla Alþýðuhúsið við Gránufélagsgötu - Allinn. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Akureyrarbær hefur keypt gamla Alþýðuhúsið við Gránufélagsgötu. Allinn, eins og húsið var jafnan kallað, verður rifinn og hugmyndir eru um að á lóðinni verði byggt hús undir íbúðir og einhvers konar þjónustu, til dæmis verslanir. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum. Málið er á frumstigi, eins og það er orðað.

Þar með er ljóst að tveir af kunnustu skemmtistöðum bæjarins, nágrannarnir Allinn og Sjallinn, verða rifnir á næstunni því Íslandshótel, sem á Sjallann, hyggst byggja stórt hótel á þeirri lóð.

Sjallinn og Allinn (í fjarska og að neðan) – Sjálfstæðishúsið og Alþýðuhúsið, eins og þessir gömlu, góðu skemmtistaðir í miðbæ Akureyrar hétu á árum áður – verða báðir jafnaðir við jörðu innan tíðar ef að líkur lætur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson