Ferð á leik Liverpool og Manchester City
Ferðaskrifstofan TA Sport og akureyri.net bjóða upp á hópferð í beinu flugi frá Akureyri á leik Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fer á Anfield, heimavelli Liverpool, sunnudaginn 8. febrúar.
Samkvæmt upphaflegri dagskrá var leikurinn settur á laugardag en hann hefur verið færður til sunnudags og þar af leiðandi er mögulegt að bjóða upp á ferðina því easyJet flýgur frá Akureyrarflugvelli til Manchester á laugardögum.
- ATHUGIÐ – Til að skrá sig í ferðina þarf annað hvort að senda póst á netfangið info@tasport.is eða hringja í síma 552 2018.
HVAÐ KOSTAR FERÐIN?
- 229.800 kr. á mann, miðað við gistingu í tveggja manna herbergi – Brodies lounge miði, í Anfield Road stúkunni, aftan við markið gegnt Kop stúkunni.
- 249.800 kr. á mann, miðað við gistingu í tveggja manna herbergi – Premier lounge miði, í Kenny Dalglish stúkunni. Myndin að ofan er tekin þaðan.
- Einbýli kostar 30.000 kr. aukalega.
HVAÐ ER INNIFALIÐ?
- Flug Akureyri - Manchester - Akureyri.
- 15 kg handfarangurstaska og bakpoki eða veski sem kemst undir sæti í flugvélinni.
- Akstur til og frá flugvelli.
- Gisting á 4 stjarna hóteli með morgunmat.
- Brodies lounge eða Premier Club lounge miði á leikinn. Veitingar innifaldar.
- Íslensk fararstjórn.
TA Sport og akureyri.net skipulögðu tvær samskonar ferðir á síðustu leiktíð, aðra á leik Liverpool og Manchester City á Anfield, og voru báðar einstaklega vel heppnaðar. Áhugi var gríðarlegur, og er enn miðað við það hve margir hafa spurst fyrir um ferð sem þessa, og rétt að nefna að takmarkaður fjöldi miða er í boði.
- Athygli er vakin á því að sú breyting verður í lok janúar að easyJet flýgur frá Akureyri kl. 21:25 á laugardagskvöldum og vélin lendir í Manchester um miðnætti. Flogið er heim kl. 8:10 á þriðjudagsmorgni og ráðgert að vélin lendi á Akureyri kl. 11.10.

Fyrri leikurinn sem hópur á vegum TA Sport og akureyri.net sáu í fyrravetur var viðureign Liverpool og Manchester City 1. desember.