Fréttir
Berklar voru mikið mein í íslensku þjóðfélagi
20.12.2025 kl. 20:00
„Berklar voru og eru enn lífshættulegur sjúkdómur. Því fengu Íslendingar heldur betur að kynnast en það var ekki fyrr en um 1950 sem fór að draga hér úr smitum og dauðsföllum vegna veikinnar,“ segir í tilkynningu frá bókaútgáfunni Hólum.
„Í nýútkomnu stórvirki, Berklar á Íslandi, fjallar Erla Dóris Halldórsdóttir, doktor í sagnfræði og hjúkrunarfræðingur, um þróun berklaveikinnar hér á landi og hvernig reynt var með ýmsum ráðum að ráðast að rót hennar. Berklarnir voru mikið mein í íslensku þjóðfélagi og lögðust einkum á ungt fólk og voru konur þar í meirihluta. Hvernig skyldi hafa staðið á því,“ segir í tilkynningu Hóla.
„Bókin varpar skýru ljósi á það sem ættingjar margra okkar þurftu að þola og er hún mikilvægt innlegg í sögu okkar Íslendinga.“
