Vorboðinn ljúfi
TRÉ VIKUNNAR - 136
Pistill í röðinni Tré vikunnar birtist vikulega á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga, alla miðvikudaga. Akureyri.net birtir brot úr hverjum pistli til að vekja athygli á skrifunum og hvetur fólk til að lesa meira á vefsíðu félagsins.
_ _ _

Vorboðinn ljúfi
Sennilega er ljóð Jónasar Hallgrímssonar þekktast allra ljóða um skógarþröstinn. Því er rétt að byrja á því.
Ég bið að heilsa
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
Á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi Ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
um hæð og sund í drottins ást og friði.
Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði.
Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum.
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín,
heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu.
Þröstur minn góður, það er stúlkan mín.

Vegna þessa ljóðs Jónasar hefur skógarþrösturinn verið nefndur vorboðinn ljúfi, allt frá miðri 19. öld. Einhverra hluta vegna vilja sumir, sumar og sumt krýna lóuna með þessum titli en skáldin eru því ósammála, þótt hún eigi vissulega sinn stað í hjarta þjóðarsálarinnar. Páll Ólafsson fagnaði komu hennar og sagði:
Hún hefir sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefir sagt mér að vaka og vinna
vonglaður taka nú sumrinu mót.
Hvernig nútíma Íslendingi getur dottið í hug að kalla svona skipandi fugl vorboðann ljúfa er mikið undur. Vorboðinn ljúfi er skógarþröstur en ekki hin fagra lóa sem vill koma í veg fyrir að við sofum. Það er ekkert ljúft við það. Þetta er ekki eina dæmið um tilraun lóunnar til að yfirtaka sess skógarþrastarins. Þótt furðulegt sé hefur hún líka, ef marka má uppskrift ljóða, reynt að stela af honum tungumálinu. Meira um það hér neðar. Rétt er þó að geta þess, lóum og skáldum til varnar, að þegar rétt er farið með er lóan blásaklaus af þessum meintu glæpum. Það er almannarómur sem drýgir þá.
Fleiri skáld en Jónas vita að þrösturinn er vorboði. Þannig orti Guðjón Sveinsson, skáld og skógræktarmaður á Austurlandi, ljóð sem kallast Vorkoma. Það hefst á orðunum: Þrestirnir eru komnir/þreyttir að sjá.

Meira á vef Skógræktarfélagsins.
Sigurður Arnarson er í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Smellið hér til að sjá allan pistilinn
Vatnsskaði – Um áhrif flóða og vatnsmettunar jarðvegs á tré
Hin einmana eik eyðimerkurinnar
Saga elris
Haust- og vetrarundirbúningur trjáa