Fara í efni
Umræðan

Vilja loftlínu „þvert á stefnu stjórnvalda“

Endamastur Hólasandslínu 3 þar sem hún er tekin í jörð neðan Bíldsárskarðs. Samskonar mannvirki verður reist í Blöndulínu 3. Landsnet vill hafa það heima í hlaði á Rangárvöllum en betur færi að mannvirkið yrði ofan Lögmannshlíðarvegar, að mati greinarhöfundar.

Landsnet gerir ráð fyrir loftlínu í landi Akureyrar allt að spennistöð á Rangárvöllum, athafnasvæði Norðurorku við Hlíðarfjallsveg, þegar Blöndulína 3 verður lögð, eins og Akureyri.net hefur áður greint frá. 

Fari svo mun línan liggja ofan Giljahverfis og hins nýja Móahverfis. Það samræmist ekki aðalskipulagi Akureyrar og Halla Björk Reynisdóttir, þáverandi forseti bæjarstjórnar og nú formaður bæjarráðs, sagði við Akureyri.net í apríl á síðasta ári, að mikilvægt væri að möguleikinn til stækkunar byggðar verði ekki skertur. 

Næsti fundur fulltrúa Akureyrarbæjar og Landsnets um málið er fyrirhugaður á næstu dögum.

Þvert á stefnu stjórnvalda

Karl Ingólfsson, sem starfar við ferðaþjónustu, skrifar ítarlega grein sem birtist á Akureyri.net í dag um Landsnet og fyrirhugaða lagningu Blöndulínu 3. „Landsnet vill leggja loftlínu um framtíðar byggingarland Akureyrar – skilgreint þéttbýli – þvert á stefnu stjórnvalda um lagningu raflína,“ segir Karl í greininni.

Hann rifjar upp að deilur um lagningu Hólasandslínu 3 sunnan tengivirkis Landsnets á Rangárvöllum stóðu í mörg ár „og gekk hvorki né rak fyrr en stjórnvöld tóku af skarið og mörkuðu opinbera stefnu um lagningu raflína. Í kjölfarið gekk Landsneti vel að afla allra leyfa fyrir 220kV jarðstrengnum sunnan Rangárvalla og tók Landsnet af allan vafa um að jarðstrengur varð fyrir valinu vegna þessarar opinberu stefnumörkunar,“ skrifar Karl.

„Landsnet þvertekur hins vegar að leggja jarðstreng innan þéttbýlismarka Akureyrar norðan Rangárvalla og vill nú hvorki kannast við opinbera stefnumörkun stjórnvalda eða fyrri yfirlýsingar um lagningu raflína innan þéttbýlismarka Akureyrar.“

Smellið hér til að lesa grein Karls.

Smellið hér til að lesa umfjöllun Akureyri.net 1. apríl á síðasta ári um áform Landsnets.

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53