Fara í efni
Umræðan

Blöndulína ekki í jörð strax, opinn fundur í dag

Mynd: Þorgeir Baldursson

Ljóst er að Blöndulína 3 verður ekki lögð í jörð strax innan bæjarmarka Akureyrar, eins og bæjaryfirvöld hafa lagt áherslu á alla tíð. Niðurstaðan er sú að hann verður loftlína en talið er mögulegt að leggja hann í jörðu eftir 15 ár.

Óháður sérfræðingur sem fenginn var til að fara yfir málið komst að sömu niðurstöðu og Landsnet; að ekki sé tæknilega mögulegt að sinni að leggja þennan margtumtalaða háspennustreng í jörðu strax og hann verður því loftlína alla leið milli Blöndustöðvar og Rangárvalla á Akureyri til að byrja með.

  • Opinn upplýsingafundur verður haldinn í dag um Blöndulínu 3, stöðu verkefnisins og næstu skref. Bæjarbúar hafa sýnt málinu mikinn áhuga, allir eru velkomnir á fundinn sem haldinn verður í Ráðhúsinu og hefst klukkan 17:00.

Fjalla átti um málið á síðasta bæjarstjórnarfundi en það var tekið af dagskrá og ákveðið að halda upplýsingafund fyrir bæjarbúa. Þess í stað verður málið afgreitt á aukafundi bæjarstjórnar sem boðaður hefur verið á morgun.

„Akureyrar ákvæðið“ um lagningu raflína í þéttbýli

Karl Ingólfsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 16:30

Hreint ekki eins og atvinnuviðtal

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 13:00

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00