Fara í efni
Umræðan

Léttir mótmælir harðlega vegna Blöndulínu

Athafnasvæði hestamannafélagsins Léttis er um það bil innan græna línunnar.
Stjórn hestamannafélagsins Léttis hefur mótmælt harðlega fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna fyrirhugaðrar háspennulínu, Blöndulínu 3.
 
Breytingin er auglýst vegna þess að ráðgert er að strengurinn verði loftlína í bæjarlandinu en ekki grafinn í jörðu eins og núverandi aðalskipulag gerir ráð fyrir. Miðað við auglýsta breytingu mun strengurinn liggja yfir hluta skeiðbrautar keppnis- og kynbótavallar hestamannafélagsis, að því er segir í athugasemdar stjórnar Léttis sem skilað hefur verið í skipulagsátt bæjarins.
 
Athugasemd Léttis er svohljóðandi:
 

Stjórn hestamannafélagsins Léttis tekur heilshugar undir athugasemdir íbúa Giljahverfis varðandi breytingu á aðalskipulagi 2018-2030 – Blöndulínu 3. Fyrirhuguð loftlína þverar 3 algegnar reiðleiðir. Hún í um 200m fjarlægð frá Reiðhöll félagsins ásamt því að liggja yfir hluta skeiðbrautar keppnis- og kynbótavallar Léttis. Umrætt svæði er þar sem hjarta æskulýðsstarfs hestamannafélagsins slær. Á svæðinu eru börn við leik og æfingar. Allt hesthúsahverfið í Lögmannshlíð er innan við 500m frá fyrirhugaðri loftlínu en hross eru mun næmari en mannfólk fyrir þeirri hávaðamengun sem kann að verða við 220kV lögn. Verði að umræddri breytingu verður öllu mótahaldi á keppnisvelli Léttis sjálf lagt niður þar til nýtt svæði verður fundið og byggt upp.

Stjórn hestamannafélagsins Léttis mótmælir fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi harðlega.

Frestur til að koma ábendingum á framfæri var upphaflega til 6. janúar sl. en var framlengur til 23. janúar næstkomandi. Nánar hér um það.

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30