Fimm efstu á lista VG ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra.
									 
										
									Listi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust var samþykktur á fundi kjördæmaráðs á dögunum. Rafrænt forval VG var haldið dagana 13. – 15. febrúar.
Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi VG mun leiða framboðslistann og í öðru sæti er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður. Í þriðja sæti er Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi VG. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis kveður nú þingið eftir áratuga langa setu. Hann mun skipa heiðurssæti listans.
Listinn í heild verður sem hér segir:
- Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi VG, Húsavík
 
- Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði
 
- Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi VG, Múlaþingi
 
- Kári Gautason, sérfræðingur, Reykjavík
 
- Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi, Akureyri
 
- Helga Margrét Jóhannesdóttir, nemi, Eyjafjarðarsveit
 
- Ingibjörg Þórðardóttir, kennari, Neskaupstað
 
- Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, bóndi og sveitarstjórnarmaður, Öndólfsstöðum
 
- Ásrún Ýr Gestsdóttir, nemi, Akureyri
 
- Einar Gauti Helgason, matreiðslumeistari, Akureyri
 
- Cecil Haraldsson, fv. sóknarprestur, Seyðisfirði
 
- Angantýr Ómar Ásgeirsson, nemi, Akureyri
 
- Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri MAK, Akureyri
 
- Andri Viðar Víglundsson, sjómaður, Ólafsfirði
 
- Katarzyna Maria Cieslukowska, starfsmaður í heimahjúkrun, Húsavík
 
- Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktorsnemi, Þórshöfn
 
- Kristján Eldjárn, byggingafræðingur, Svarfaðardal
 
- Anna Czeczko, grunnskólaleiðbeinandi, Djúpavogi
 
- Svavar Pétur Eysteinsson, menningarbóndi, Karlsstöðum
 
- Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum