Fara í efni
Umræðan

Vél easyJet gat lent eftir langt hringsól

Vél easyJet frá London á leið inn til lendingar á Akureyrarflugvelli klukkan rúmlega þrjú. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Svartaþoku, sem lá yfir Eyjafirði síðan í morgun, létti loks um þrjúleytið eins og veðurspá hafði gert ráð fyrir, og flugvél easyJet frá Gatwick flugvelli í London lenti rétt í þessu á Akureyrarflugvelli. Hún hafði þá hringsólað yfir Aðaldal og Kinnarfjöllum í um það bil eina klukkstund.

Tvær vélar sem komu erlendis frá í morgun og áttu að lenda á Akureyri urðu frá að hverfa vegna þokunnar og fóru til Keflavíkur. Sú fyrri var Transavia vél frá Amsterdam, hin síðari vél easyjet frá Manchester. Skv. upplýsingum á vef Isavia er gert ráð fyrir að easyJet vélin komi frá Keflavík og lendi á Akureyri kl. 17.00 í dag en á sama vef eru gefnar þær upplýsingar að vél Transavia komi til Akureyrar í fyrramálið.

Transavia og easyJet hurfu frá vegna þoku

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00