Fara í efni
Umræðan

Veðurhorfur versna austast á landinu

Enn er óvissa um framkvæmd kosninga innan Norðausturkjördæmis og flutning kjörgagna til Akureyrar fyrir talningu. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði og Suðausturland.

Veðrið á þessum svæðum myndi að öllu jöfnu ekki skipta Akureyringa miklu máli í sjálfu sér, en á kjördag er staðan önnur. Norðausturkjördæmi nær allt frá Eyjafirði í vestri, norður og austur yfir alla Austfirði, allt suður fyrir Djúpavog. Óvissa um framkvæmd kosninganna og flutning kjörgagna til Akureyrar fyrir talningu er því enn til staðar og horfurnar hafa jafnvel versnað með nýrri veðurspá í dag.

Spáin fyrir Norðurland eystra, sem birt var um tíuleytið í morgun og gildir til miðnættis annað kvöld gerir ráð fyrir suðaustlægri átt, 3-10 metrum á sekúndu, þurru veðri og talsverðu frosti í dag. Í kvöld snýst vindátt yfir í norðaustan 5-13 m/sek. og fer að snjóa seint í kvöld. Í fyrramálið er spáð norðaustan 10-15 m/sek. og snjókomu, en 13-18 m/sek. síðdegis með snjókomu og skafrenningi. Frost verður á bilinu tvö til átta stig. 


Gular viðvaranir Veðurstofu Íslands. Smellið á myndina til að skoða vef Veðurstofunnar.

Austfirðir - viðvörun sem gildir frá kl. 20 í kvöld til kl. 21 á laugardagskvöld:

Norðaustan 15-20 m/s með snjókomu, talsverðri um tíma og skafrenning með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum líklegar.

Suðausturland - viðvörun sem gildir frá kl. 16 í dag til kl. 8 í fyrramálið

Norðaustan 15-20 m/s með snjókomu, talsverðri um tíma og skafrenning með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum líklegar.

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45