Fara í efni
Umræðan

Veðurhorfur versna austast á landinu

Enn er óvissa um framkvæmd kosninga innan Norðausturkjördæmis og flutning kjörgagna til Akureyrar fyrir talningu. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði og Suðausturland.

Veðrið á þessum svæðum myndi að öllu jöfnu ekki skipta Akureyringa miklu máli í sjálfu sér, en á kjördag er staðan önnur. Norðausturkjördæmi nær allt frá Eyjafirði í vestri, norður og austur yfir alla Austfirði, allt suður fyrir Djúpavog. Óvissa um framkvæmd kosninganna og flutning kjörgagna til Akureyrar fyrir talningu er því enn til staðar og horfurnar hafa jafnvel versnað með nýrri veðurspá í dag.

Spáin fyrir Norðurland eystra, sem birt var um tíuleytið í morgun og gildir til miðnættis annað kvöld gerir ráð fyrir suðaustlægri átt, 3-10 metrum á sekúndu, þurru veðri og talsverðu frosti í dag. Í kvöld snýst vindátt yfir í norðaustan 5-13 m/sek. og fer að snjóa seint í kvöld. Í fyrramálið er spáð norðaustan 10-15 m/sek. og snjókomu, en 13-18 m/sek. síðdegis með snjókomu og skafrenningi. Frost verður á bilinu tvö til átta stig. 


Gular viðvaranir Veðurstofu Íslands. Smellið á myndina til að skoða vef Veðurstofunnar.

Austfirðir - viðvörun sem gildir frá kl. 20 í kvöld til kl. 21 á laugardagskvöld:

Norðaustan 15-20 m/s með snjókomu, talsverðri um tíma og skafrenning með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum líklegar.

Suðausturland - viðvörun sem gildir frá kl. 16 í dag til kl. 8 í fyrramálið

Norðaustan 15-20 m/s með snjókomu, talsverðri um tíma og skafrenning með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum líklegar.

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15