Fara í efni
Umræðan

Vasco da Gama síðasta skemmtiferðaskip ársins

Mynd: Þorgeir Baldursson

Síðasta skemmtiferðaskip ársins lagðist að bryggju á Akureyri í gærmorgun, 26. október – nokkru seinna en undanfarin ár. Fyrsta skipið í ár, Amera, lagðist að Tangabryggju 7. maí, alls höfðu um 175 skip viðkomu að þessu sinni og farþegarnir voru um 250 þúsund.

Aðeins komu tvö skemmtiferðaskip til Akureyrar í þessum mánuði, hið fyrra var Rembrandt Van Rijn sem var hér 12. október og síðasti „gesturinn“ var Vasco da Gama, sem getur flutt allt að 1200 farþega. Skipið lagðist að bryggju árla morguns í gær og Þorgeir Baldursson tók þessa fallegu mynd þegar hinn glæsilegi nafni portúgalska landkönnuðarins hélt á brott á ný um sexleytið í gærkvöldi.

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10