Fara í efni
Umræðan

Þotur easyJet komnar á kreik á nýjan leik

Þota easyJet á Akureyrarflugvelli í morgun. Mynd: Þórhallur Jónsson

Áætlunarflug breska félagsins easyJet á milli Akureyrar og Bretlands hófst á ný í dag eftir sumarhlé þegar þota félagsins kom frá London. Vélin lenti klukkan rúmlega níu og var farin aftur laust fyrir klukkan ellefu. Þetta er þriðji veturinn sem easyJet flýgur á milli Akureyrar og Bretlands.

Eins og síðasta vetur mun easyJet fljúga á milli Gatwick flugvallar í London og Akureyrar alla þriðjudaga og laugardaga út apríl og sömu daga á milli Akureyrar og Manchester frá því um miðjan nóvember til loka marsmánaðar.

Eftir áramót verður einnig í boði beint flug frá Akureyri til Zürich í Sviss á vegum ferðaskrifstofunnar Kontiki – á sunnudögum, í febrúar og mars – og með Voight Travel til Amsterdam í Hollandi á laugardögum frá miðjum janúar fram í miðjan mars og hluta tímans einnig á þriðjudögum.

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10