Fara í efni
Umræðan

Gistihúsnæði og rekstur til sölu á 1,5 milljarða

Fasteignirnar sex í eigu Acco sem boðnar eru til sölu, ásamt húsbúnaði, rekstrarleyfum og öðru tilheyrandi. Mynd: remax.is

Acco, sem hefur rekið umfangsmikla gistiþjónustu í nokkrum fasteignum á Akureyri, hefur sett eignirnar og reksturinn á söluskrá. Um er að ræða sex fasteignir og eru þær boðnar til sölu ásamt húsbúnaði, vörumerkjum, bókunarkerfi og rekstrarleyfum. Heildarverð fyrir allar fasteignirnar er tæpar 1.500 milljónir króna.

Fimm af þessum fasteignum eru í miðbæ Akureyrar og samanstanda af alls 16 misstórum íbúðum sem leigðar eru í skammtímaleigu. Að auki er gistiheimilið Súlur við Þórunnarstræti í eigu Acco til sölu og þar eru 11 gistiherbergi.

  • Þórunnarstræti 93 (302 fm) - ellefu herbergi - ásett verð 211,7 milljónir
  • Hafnarstræti 106 (149 fm) - þrjár íbúðir - ásett verð 134,3 milljónir
  • Ráðhústorg 3 (299 fm) - fjórar íbúðir - ásett verð 268 milljónir
  • Ráðhústorg 5 (331 fm) - þrjár íbúðir - ásett verð 297 milljónir
  • Skipagata 2 (275 fm) - þrjár íbúðir - ásett verð 275,3 milljónir
  • Skipagata 4 (344 fm) - þrjár íbúðir auk veitingarýmis á jarðhæð - ásett verð 308 milljónir

Fyrir allar eignirnar sex og reksturinn er verðmiðinn því samtals 1.494,3 milljónir króna. Þau sem eru áhugasöm um þessar eignir geta haft samband við fasteignasöluna Remax, sem annast sölumeðferð.

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45