Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu
08. nóvember 2025 | kl. 11:30
Úrslitaleikirnir í Opna Norðlenska mótinu í handknattleik verða spilaðir í KA-heimilinu í dag kl. 12 og 14:30.
Það verða Þór og Selfoss sem mætast í leik um 3. sætið á mótinu og hefst leikur þeirra kl. 12. HK vann Selfoss í gær og mætir KA í úrslitaleik mótsins, en KA hafði áður unnið Þór í fyrsta leik mótsins. Leikur KA og HK hefst kl. 14:30.
Báðir leikirnir fara fram í KA-heimilinu og er frítt inn.