Fara í efni
Umræðan

Undrast gallharða afstöðu Hildu Jönu

Ragnar Sverrisson, kaupmaður, undrast einarða afstöðu Hildu Jönu Gísladóttur, bæjarfulltrúa, gegn hugmyndum um byggingar fyrir neðan sjúkrahúsið sem Akureyri.net sagði frá í gær.

Ragnar hefur verið í mörg ár verið áberandi í umræðunni um miðbæinn. Hann var upphafsmaður verkefnisins Akureyri í öndvegi fyrir tæpum tveimur áratugum, um uppbyggingu í miðbænum og stóð fyrir alþjóðlegri arkitektasamkeppni í kjölfarið

„Stundum verður maður svolítið vankaður eftir að hafa lesið afstöðu einstakra bæjarfulltrúa til ýmissa álitamála,“ segir Ragnar í aðsendri grein sem birtist í hádeginu. Þar nefnir hann að bæjarfulltrúinn hafi, „ásamt öðrum í Akureyrarflokknum,“ lagt til að hækka byggð í miðbænum all verulega frá gildandi skipulagi, en það komi ekki til greina á Eyrinni eða í Innbænum.

„Þetta þykir mér ekki lýsa mjög skýrri sýn á grundvallaratriði í skipulagi. Þess í stað er hlaupið eftir þeim sem hæst galar innan eða utan bæjarstjórnar. Í seinni tíð hefur slíkur pólitískur hringlandaháttur verið kenndur við popúlisma og ekki talið til fyrirmyndar,“ segir Ragnar Sverrisson.

Grein Ragnars

Ungir iðkendur íþróttafélaga mæta afgangi hjá bæjarstjórn Akureyrar

Guðmundur Oddsson skrifar
28. maí 2023 | kl. 08:00

Erindi í messu á degi eldri borgara

Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar
21. maí 2023 | kl. 06:00

Essin stóru í uppstigningardagsviku

Jón Hlöðver Áskelsson skrifar
19. maí 2023 | kl. 16:00

Meira um brjóst og rassa

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
19. maí 2023 | kl. 14:14

Þegar að lífið fölnar í samanburði ...

Skúli Bragi Geirdal skrifar
09. maí 2023 | kl. 11:24

Megum við lifa mannsæmandi lífi?

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
08. maí 2023 | kl. 10:00