Fara í efni
Umræðan

Undrast gallharða afstöðu Hildu Jönu

Ragnar Sverrisson, kaupmaður, undrast einarða afstöðu Hildu Jönu Gísladóttur, bæjarfulltrúa, gegn hugmyndum um byggingar fyrir neðan sjúkrahúsið sem Akureyri.net sagði frá í gær.

Ragnar hefur verið í mörg ár verið áberandi í umræðunni um miðbæinn. Hann var upphafsmaður verkefnisins Akureyri í öndvegi fyrir tæpum tveimur áratugum, um uppbyggingu í miðbænum og stóð fyrir alþjóðlegri arkitektasamkeppni í kjölfarið

„Stundum verður maður svolítið vankaður eftir að hafa lesið afstöðu einstakra bæjarfulltrúa til ýmissa álitamála,“ segir Ragnar í aðsendri grein sem birtist í hádeginu. Þar nefnir hann að bæjarfulltrúinn hafi, „ásamt öðrum í Akureyrarflokknum,“ lagt til að hækka byggð í miðbænum all verulega frá gildandi skipulagi, en það komi ekki til greina á Eyrinni eða í Innbænum.

„Þetta þykir mér ekki lýsa mjög skýrri sýn á grundvallaratriði í skipulagi. Þess í stað er hlaupið eftir þeim sem hæst galar innan eða utan bæjarstjórnar. Í seinni tíð hefur slíkur pólitískur hringlandaháttur verið kenndur við popúlisma og ekki talið til fyrirmyndar,“ segir Ragnar Sverrisson.

Grein Ragnars

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30