Fara í efni
Umræðan

Vankaður vegna afstöðu Hildu Jönu

Stundum verður maður svolítið vankaður eftir að hafa lesið afstöðu einstakra bæjarfulltrúa til ýmissa álitamála. Þannig fór fyrir mér nú í morgun þegar ég las gallharða afstöðu Hildu Jönu Gísladóttur vinkonu minnar gegn hugmynd um byggingar fyrir neðan sjúkrahúsið. Hún taldi þær allt of háar og því ekki réttlætanlegt að breyta deiliskipulaginu til að koma slíkum byggingum fyrir þar. Með sömu rökum taldi hún fráleitt að samþykkja tillögur um byggðina fyrir norðan Gránufélagshúsin og birti svo með því mynd af ellefu hæða byggingum sem löngu eru farnar af kortinu. En hvað sem því líður þá er afstaða hennar til svo hárra bygginga auðvitað góð og gild enda þótt allir séu ekki sammála henni. Það sem gerði mig venju fremur vankaðan var að þessi skoðun hennar á greinilega ekki við um uppbygginguna í miðbænum. Þar hefur hún, ásamt öðrum í Akureyrarflokknum, lagt til að hækka byggðina all verulega frá gildandi skipulagi enda þótt það komi ekki til greina á Eyrinni eða í Innbænum. Alls ekki.

Þetta þykir mér ekki lýsa mjög skýrri sýn á grundvallaratriði í skipulagi. Þess í stað er hlaupið eftir þeim sem hæst galar innan eða utan bæjarstjórnar. Í seinni tíð hefur slíkur pólitískur hringlandaháttur verið kenndur við popúlisma og ekki talið til fyrirmyndar.

Ragnar Sverrisson er kaupmaður í JMJ. Hann var upphafsmaður að verkinu Akureyri í öndvegi, sem stóð fyrir íbúaþinginu 2004 og alþjóðlegri arkitektasamkeppni í kjölfarið.

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00

Umhyggja, kærleikur og mennska

Elínborg Sturludóttir skrifar
08. apríl 2024 | kl. 16:03