Fara í efni
Umræðan

Tvöföld hokkíveisla í Höllinni í dag

Íshokkídeild Skautafélags Akureyrar tilkynnti skömmu fyrir jól um val á íshokkífólki ársins úr sínum röðum. Það voru þau Shawlee Gaudreault og Jóhann Már Leifsson. Þau verða væntanlega bæði í eldlínunni með liðum SA í dag. Mynd: SA íshokkí.

Það verður hokkíveisla í Skautahöllinni á Akureyri í dag enda fleiri en fimm sem koma saman. Í boði er tvíhöfði, viðureignir beggja liða Skautafélags Akureyrar og Fjölnis. Konurnar hefja leik kl. 16:45 og karlarnir kl. 19:30.

Fyrir leikinn í dag er SA á toppi deildarinnar með 17 stig úr átta leikjum, en Fjölnir hefur stigi minna og á leik til góða. Þessi lið háðu úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrravor og höfðu Fjölniskonur þá betur. Næsta víst er að SA og Fjölnir muni mætast aftur í úrslitarimmunni í lok þessa tímabils þar sem lið SR situr í 3. sætinu 13 stigum á eftir Fjölni.
Liðin hafa mæst þrisvar á yfirstandandi tímabili. SA hefur unnið einu sinni, en Fjölnir tvisvar.

  • Toppdeild kvenna í íshokkí
    Skautahöllin á Akureyri kl. 16:45
    SA - Fjölnir

Fyrir leikinn í dag hefur SA 21 stig og situr í 2. sæti Toppdeildarinnar. Fjölnir er með 16 stig og hefur leikið einum leik meira en SA.
Liðin hafa mæst þrisvar á yfirstandandi tímabili. SA hefur unnið tvo leiki, en Fjölnir einn.

  • Toppdeild karla í íshokkí
    Skautahölliln á Akureyri kl. 19:30
    SA - Fjölnir

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15