Fara í efni
Umræðan

Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja

Þorvaldur Þóroddsson, nýr framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja. Mynd: Samherji/Sigurður Bogi Sævarsson

Þorvaldur Þóroddsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja. Hann er aðeins annar maðurinn sem gegnir starfinu í sögu fyrirtækisins; Kristján Vilhelmsson, einn stofnenda Samherja, stýrði útgerðarsviði fyrirtækisins frá stofnun árið 1983 þar til fyrir fáeinum dögum.

Greint er frá ráðningu Þorvaldar á vef Samherja í dag. 

Þorvaldur er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur undanfarin ár séð um hráefnisstýringu hjá landvinnslum Samherja. Þar áður var hann gæða- og þróunarstjóri félagsins. Þorvaldur hefur starfað hjá Samherja frá árinu 2005.

„Ég er þakklátur yfirstjórn félagsins fyrir traustið. Skip Samherja eru afar vel búin og vel mönnuð. Í landi starfar sömuleiðis traustur hópur sem hefur víðtæka reynslu af útgerð, þannig að grunnurinn er sannarlega góður,“ segir Þorvaldur á vef fyrirtækisins í dag.

„Sjálfur þekki ég ágætlega til innviða Samherja þar sem metnaður að gera betur og samvinna hefur alltaf verið leiðarstefið. Spor Kristjáns Vilhelmssonar verða vissulega vandfyllt en eftir okkar góða samstarf í gegn um árin veit ég að dyr hans munu alltaf standa mér opnar, rétt eins og hjá öllu öðru starfsfólki félagsins,“ segir Þorvaldur Þóroddsson.

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30