Fara í efni
Umræðan

Forstjóri Samherja kynnti „Besta bitann“

Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja, lengst til hægri, mætti í verslun Bónus á Norðurtorgi og kynnti viðskiptavinum „Besta bitann“, þorskhnakkana frá Samherja sem nú eru til sölu innanlands. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Sala á þorskhnökkum frá Samherja hófst í verslunum hérlendis í síðustu viku – eins og akureyri.net sagði frá hér – og segja má að það sé söguleg stund í liðlega 40 ára sögu fyrirtækisins vegna þess að hingað til hefur allur hvítfiskur frá Samherja verið seldur úr landi.

Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Samherja, mætti í verslun Bónus á Norðurtorgi í tilefni dagsins og kynnti „Besta bitann af þorskinum“ eins og varan er kölluð. Forstjórinn segir hana sannarlega standa undir nafni. „Þorskhnakkar er það besta sem við höfum upp á að bjóða, og ég er mjög stoltur af því að við séum farin að selja vöruna innanlands,“ sagði Baldvin við akureyri.net. Hann kvaðst ánægður með að verslanir hafi viljað taka vöruna til sölu en þar er um að ræða Bónus, Krónuna og Nettó.

Baldvin, Theódór Sölvi Haraldsson matreiðslumaður hjá ÚA og Sunneva Ósk Guðmundsdóttir framleiðslustjóri Samherja, kynntu viðskiptavinum Bónus á Norðurtorgi vöruna og buðu fólki að smakka.

Tvö ár eru síðan Samherji hóf sölu á bleikju og laxi frá eldisstöðvum félagsins í íslenskum verslunum. Sala á ferskum Landlaxi og ferskri Landbleikju frá Samherja fiskeldi hefur gengið vel og m.a. þess vegna var ákveðið að stíga það skref að bjóða einnig þorskhnakka á íslenskum neytendamarkaði.

Theódór Sölvi Haraldsson matreiðslumaður og Sunneva Ósk Guðmundsdóttir framleiðslustjóri Samherja.

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
15. desember 2025 | kl. 10:00