Fara í efni
Umræðan

Þórsarar sigruðu Fjölni örugglega

Reynir Bjarkan Róbertsson var stigahæstur Þórsara í kvöld með 28 stig. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar unnu öruggan sigur á Fjölni í 1. deild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust í Grafarvoginum í kvöld. Munurinn var 18 stig þegar upp var staðið. 

Jafnt var eftir fyrsta leikhlutann, en fljótlega í öðrum leikhluta sigur Þórsarar fram úr og leiddu með 11 stigum í leikhléinu. Þessa forystu létu þeir aldrei af hendi, unnu fjórða leikhlutann með fjórum stigum og þann síðasta með þremur og þar með var safnað upp í 18 stiga sigur.

Reynir Bjarkan Róbertsson var stigahæstur Þórsara með 28 stig, Andrius Globys næstur með 25 og Tim Dalger með 23, ásamt því að taka 15 fráköst. Hjá Fjölni var Sigvaldi Eggertsson stigahæstur með 18 stig.

  • Gangur leiksins: Fjölnir - Þór (24-24) (20-31) 44-55 (18-22) (15-18) 77-95
  • Byjunarlið Þórs: Andrius Globys, Baldur Örn Jóhannesson, Orri Már Svavarsson, Reynir Bjarkan Róbertssson og Tim Dalger.
  • Staðan í deildinni
  • Ítarleg tölfræði leiksins

Þórsarar eru í 7. sæti deildarinnar að loknum tíu umferðum, hafa unnið fjóra leiki, en tapað sex.

Helsta tölfræði leikmanna Þórs, stig/fráköst/stoðsendingar

  • Reynir Bjarkan Róbertsson 28 - 7 - 3
  • Andrius Globys 25 - 6 - 2 - 29 framlagsstig
  • Tim Dalger 23 - 15 - 2
  • Páll Nóel Hjálmarsson 6 - 5 - 4
  • Veigar Örn Svavarsson 5 - 2 - 3
  • Andri Már Jóhannesson 3 - 5 - 2
  • Orri Már Svavarssson 0 - 1 - 0
  • Arngrímur Friðrik Angantýsson 0 - 0 - 1
  • Dagur Ragnarsson 0 - 1 - 0
  • Pétur Áki Stefánsson 1 stolinn bolti

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00