Fara í efni
Umræðan

Þórsarar með annan fótinn í Olísdeildinni

Aron Hólm Kristjánsson skorar gegn HBH í Íþróttahöllinni á Akureyri fyrr í vikunni. Hann gerði sex mörk í kvöld. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar eru komnir með annan fótinn í Olísdeildina, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, eftir öruggan sigur á liði HBH í Vestmanneyjum í dag, 36:28, eftir að staðan í hálfleik var 16:13.

Þetta var annar sigur Þórs á Handknattleiksbandalagi Heimaeyjar í vikunni, liðin mættust í Höllinni á Akureyri á þriðjudaginn þar sem úrslitin urðu 45:21.

Eyjaliðið er neðst í deildinni þannig að allt annað en öruggur sigur Þórs eru óeðlileg úrslit og sama má segja um næstu viðureign; lið HK2 kemur í heimsókn laugardaginn 29. mars og með sigri í þeim leik tryggja Þórsarar sér sigur í deildinni. Lið HK2 er næst neðst í deildinni en HBH neðst.

Vert er að geta þess að Þórsarar gætu fagnað sigri í deildinni á morgun. Þá mætast Valur2 og Selfoss í Reykjavík og fari svo að Valsmenn vinni, sem er svo sem ekki líklegt, þá geta Selfyssingar ekki lengur náð Þórsurum að stigum.

Mörk Þórs í Eyjum í dag: Garðar Már Jónsson 6, Halldór Kristinn Harðarson 6, Aron Hólm Kristjánsson 6, Oddur Gretarsson 6, Arnór Þorri Þorsteinsson 4, Þórður Tandri Ágústsson 4, Hafþór Már Vignisson 2, Bjartur Már Guðmundsson 1, Leó Friðriksson 1.

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 13.

Tölfræði úr leiknum

Staðan í deildinni

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00