Fara í efni
Umræðan

Þórsarar með annan fótinn í Olísdeildinni

Aron Hólm Kristjánsson skorar gegn HBH í Íþróttahöllinni á Akureyri fyrr í vikunni. Hann gerði sex mörk í kvöld. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar eru komnir með annan fótinn í Olísdeildina, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, eftir öruggan sigur á liði HBH í Vestmanneyjum í dag, 36:28, eftir að staðan í hálfleik var 16:13.

Þetta var annar sigur Þórs á Handknattleiksbandalagi Heimaeyjar í vikunni, liðin mættust í Höllinni á Akureyri á þriðjudaginn þar sem úrslitin urðu 45:21.

Eyjaliðið er neðst í deildinni þannig að allt annað en öruggur sigur Þórs eru óeðlileg úrslit og sama má segja um næstu viðureign; lið HK2 kemur í heimsókn laugardaginn 29. mars og með sigri í þeim leik tryggja Þórsarar sér sigur í deildinni. Lið HK2 er næst neðst í deildinni en HBH neðst.

Vert er að geta þess að Þórsarar gætu fagnað sigri í deildinni á morgun. Þá mætast Valur2 og Selfoss í Reykjavík og fari svo að Valsmenn vinni, sem er svo sem ekki líklegt, þá geta Selfyssingar ekki lengur náð Þórsurum að stigum.

Mörk Þórs í Eyjum í dag: Garðar Már Jónsson 6, Halldór Kristinn Harðarson 6, Aron Hólm Kristjánsson 6, Oddur Gretarsson 6, Arnór Þorri Þorsteinsson 4, Þórður Tandri Ágústsson 4, Hafþór Már Vignisson 2, Bjartur Már Guðmundsson 1, Leó Friðriksson 1.

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 13.

Tölfræði úr leiknum

Staðan í deildinni

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30