Fara í efni
Umræðan

Körfubolti: Sigur og tap hjá Þórsliðunum

Yvette Adriaans á myndinni til vinstri í leik gegn Selfyssingum fyrr í vetur. Yvette átti 13 stoðsendingar í sigri liðsins á B-liði Njarðvíkur. Mynd: Guðjón Andri Gylfason. - Til hægri er Christian Caldwell með troðslu í fyrri leik Þórs og KV. Leikmaður nr. 21, Lars Erik Bragason, skoraði 37 stig fyrir KV í gær. Mynd: Helgi Heiðar Jóhannesson.

Körfuknattleikslið Þórs voru bæði í eldlínunni í gær og var gengið ólíkt eins og oft áður á tímabilinu. Konurnar unnu 60 stiga sigur á B-liði Njarðvíkur, en karlarnir töpuðu fyrir KV eftir jafnan, en nokkuð sveiflukenndan leik. Kvennalið Þórs er á toppi 1. deildar, en karlaliðið er í mikilli baráttu við að forðast fall úr 1. deildinni.

Þórsarar höfðu yfirhöndina gegn KV í fyrsta leikhlutanum í leik liðanna í 1. deild karla, náðu þó ekki nema níu stiga forskoti um tíma, en heimamenn unnu það upp áður en leikhlutanum lauk. Þeir héldu svo uppteknum hætti og náðu 11 stiga forystu snemma í öðrum leikhluta. Þórsarar minnkuðu smátt og smátt muninn út fyrri hálfleikinn og munaði tveim stigum í leikhléi, 44-42, KV í vil.

Þriðji leikhlutinn var jafn og spennandi og heimamenn með þriggja stiga forystu fyrir lokafjórðunginn, 66-63. Það voru hins vegar heimamenn í Vesturbænum sem kláruðu dæmið sigu jafnt og þétt fram úr í síðasta leikhlutanum og unnu að lokum 17 stiga sigur, 97-80.

KV - Þór (23-20) (21-22) 44-42 (22-21) (31-17) 97-80

Christian Caldwell var að venju stigahæstur í Þórsliðinu með 29 stig, en Lars Erik Bragason skoraði 37 stig fyrir KV og Reynir Barðdal Róbertsson, fyrrum leikmaður Þórs, 29 stig.

Helstu tölur hjá Þórsliðinu, stig/fráköst/stoðsendingar:

  • Christian Caldwell 29/9/2
  • Paco Del Aquilla 15/6/3
  • Finnbogi Páll Benónýsson 15/6/0
  • Hákon Hilmir Arnarsson 11/2/1
  • Smári Jónsson 4/3/2
  • Axel Arnarsson 3/3/3
  • Týr Óskar Pratiksson 3/2/0
  • Arngrímur Friðrik Alfreðsson 0/1/0

Þórsliðið er áfram í harðri baráttu við að forðast fall úr deildinni, en liðið er áfram í 10. sætinu með þrjá sigra í 15 leikjum. Fyrir neðan eru Hamar með tvo sigra og Fylkir einn. Þórsarar eiga eftir að mæta báðum þessum liðum.

Tölfræði leiksins

Staðan í deildinni

 

60 stiga sigur í Njarðvík

Fyrr að deginum hafði kvennalið Þórs sótt B-lið Njarðvíkur heim í 1. deild kvenna. Sá leikur varð aldrei spennandi og endaði með 60 stiga sigri Þórs, 95-35, og ekki mikið meira um hann að segja. Eins og sjá má á tölunum hér að neðan hafði Þórsliðið náð 21 stigi í forskot strax í fyrsta leikhlutanum. Þó má geta athygliverðrar tölfræðilínu Yvette Adriaans, sem skoraði 15 stig, tók 14 fráköst og átti 13 stoðsendingar. Chloe Wilson og Emilie Ravn voru annars stigahæstar í Þórsliðinu með 22 stig hvor.

Njarðvík b - Þór (8-29) (14-25) 22-54 (8-23) (5-18) 35-95

Helstu tölur hjá leikmönnum Þórs, stig/fráköst/stoðsendingar:

  • Chloe Wilson 22/8/1
  • Emilie Ravn 22/3/7
  • Yvette Adrians 15/14/13
  • Iho Lopez 11/12/2
  • Karen Lind Helgadóttir 9/5/1
  • Sigurlaug Eva Jónasdóttir 7/2/1
  • Hjörtfríður Óðinsdóttir 6/4/3
  • María Sól Helgadóttir 3/1/1

Lið Þórs er enn ósigrað á toppi deildarinnar, hefur unnið 11 leiki, en Aþena fylgir þeim eins og skugginn, hefur unnið níu leiki og aðeins tapað einum, heimaleik sínum gegn Þór. Aþena tekur á móti ÍR á þriðjudag, en næstkomandi laugardag mætast Þór og Aþena á Akureyri, í mikilvægum toppslag í deildinni.

Tölfræði leiksins

Staðan í deildinni

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45