Þór tekur á móti Fram og SA-konur leika syðra
Karlalið Þórs í handknattleik fær Íslandsmeistara Fram í heimsókn í dag í Olís deildinni, efstu deild Íslandsmótsins og kvennalið Skautafélags Akureyrar leikur gegn Fjölni i Reykjavík
Leikur Þórs og Fram í dag er sá síðasti í 13. umferð deildarinnar. Þórsarar eru í 10. sæti með sjö stig eftir 12 umferðir en ÍR-ingar eru neðstir með fimm. HK er með átta stig, Selfoss níu og Framarar með 10. Alls eru leiknar 22 umferðir áður en átta liða úrslitakeppni hefst í vor.
- Olísdeild karla í handknattleik
Íþróttahöllin á Akureyri kl 17
Þór - Fram
Þórsarar töpuðu á útivelli fyrir neðsta liði deildarinnar, ÍR, í 12. umferðinni, en Fram tapaði 30:28 á heimavelli fyrir FH. Þór sótti Fram heim í fyrri umferðinni um miðjan september og þar höfðu Framarar betur, 37:29.
Kvennalið SA í íshokkí er í efsta sæti Toppdeildarinnar með 19 stig eftir sjö leiki. SA hefur unnið alla leiki sína til þessa, þar af tvo í framlengingu. Fjölnir er í neðsta sætinu án stiga það sem af er úr sex leikjum.
- Toppdeild kvenna í íshokkí
Egilshöllin kl. 16:45
Fjölnir - SA
SA og Fjölnir hafa mæst þrisvar það sem af er leiktíðinni og allir leikirnir endað með fimm marka sigri SA, 5-0 á útivelli og 6-1 og 5-0 á heimavelli.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur
Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
Eflum SAk