Fara í efni
Umræðan

Þór á toppinn með sigri í mistakaleik

Chloe Wilson var öflug í Þórsliðinu í gærkvöld, skoraði 24 stig, tók 15 fráköst, átti tvær stoðsendingar og stal sjö boltum. Emilie Ravn til vinstri, en til varnar eru Aðalheiður María Davíðsdóttir (21) og Harpa Karítas Kjartansdóttir (17). Mynd: Helgi Heiðar Jóhannesson.

Þór vann öruggan sigur á Fjölni í þriðja leik sínum í 1. deild kvenna í körfubolta þegar liðin mættust í Íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöld. Lokatölur urðu 81-59 í leik sem einkenndist af fjölda mistaka á báða bóga. Þórsliðið gerði að segja má út um leikinn í fyrsta leikhlutanum. 

Þórsliðið keyrði yfir gestina strax í upphafi, skoraði 17 fyrstu og sjö síðustu stig fyrsta leikhlutans. Fjölnisliðinu gekk afleitlega í upphafi og skoraði fyrstu stigin eftir um fimm og hálfa mínútu. Forysta Þórs orðin 22 stig eftir fyrsta leikhlutann. 

Sigurlaug Eva Jónasdóttir, Yvette Adriaans og Chloe Wilson í leik gærdagsins. Til varnar er Hulda Ósk Bergsteinsdóttir, sem lék með Þór tímabilið 2023-24. Til hægri er Leilani Kapinus, langöflugasti leikmaður Fjölnis, til varnar. Myndir: Helgi Heiðar Jóhannesson.

Annar leikhlutinn hófst ekki eins vel hjá Þórsliðinu, gestirnir með sex fyrstu stigin og náðu að minnka muninn í 14 stig, en þá kom aftur góður sprettur hjá Þórsliðinu og forystan aftur komin yfir 20 stigin áður en fyrri hálfleiknum lauk. Annar og þriðji leikhluti voru nokkuð sveiflukenndir, en þó mun jafnari en sá fyrsti þegar upp var staðið. Þórsliðið hélt gestunum áfram í þægilegri fjarlægð og munurinn 20 stig fyrir lokafjórðunginn. Forysta Þórs varð mest 29 stig í lokafjórðungnum, en endaði í 22 stigum.

Þrátt fyrir þennan stigamun var skotnýting gestanna betri bæði í tveggja stiga skotum og vítaskotum, en hins vegar afleit utan þriggja stiga línunnar þar sem þær hittu úr fjórum af 32 skotum.

Meðalaldur 19 ár, en sú elsta í Þórsliðinu sem þarna var inni á vellinum 29 ára. Frá vinstri: Emma Karólín (17), María Sól (16), Yvette (29), Sigurlaug Eva (16), Hjörtfríður (18). Mynd: Helgi Heiðar Jóhannesson.

Það sem einkenndi leikinn var fjöldi tapaðra bolta og fjöldi villna sem dæmdar voru, en þó sínu fleiri á Fjölnisliðið. Hér eru nokkur lýsandi dæmi úr tölfræði leiksins:

  • Tapaðir boltar: Þór 29, Fjölnir 38
  • Stolnir boltar: Þór 28, Fjölnir 11
  • Dæmar villur: Þór 18, Fjölnir 28
  • Fengnar villur: Chloe Wilson (Þór) 13, Leilani Kapinus (Fjölni) 13
  • Fengin vítaskot: Chloe Wilson 19
  • Varin skot: Þór 5, Fjölnir 4

Þór - Fjölnir (29-7) (16-14) 45-21 (15-19) (21-19) 81-59

Chloe Wilson var mest áberandi í leik Þórsliðsins, skoraði 24 stig, tók 15 fráköst, stal sjö boltum og í heildina með mesta framlag liðsins, 26 punkta. Hjá Fjölni var það Leilani Kapinus sem var bar liðið uppi, skoraði 25 stig, tók 21 frákast, átti sjö stoðsendingar og stal fimm boltum. Samtals með 46 framlagspunkta.

Helstu tölur Þórsliðsins, stig/fráköst/stoðsendingar:

  • Chloe Wilson 24/15/2
    Chloe var einnig með sjö stolna bolta, 13 villur á andstæðing, 33 í plús og 26 framlagspunkta
  • Yvette Adriaans 16/7/2
  • Emma Karólína Snæbjarnardóttir 14/3/3, sex stolnir boltar
  • Emilie Ravn 13/2/5
  • Iho Lopez 12/13/2
  • Sigurlaug Eva Jónasdóttir 2/0/0 
  • Hjörtfríður Óðinsdóttir 0/1/2
  • María Sól Helgadóttir 0/1/1

Þór hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í 1. deildinni þetta árið og er í efsta sæti deildarinnar. Selfoss er með fullt hús eins og Þór, en Aþena er með þrjá sigra í fjórum leikjum. Tapaði fyrir Þór. 

Tölfræði leiksins.

Staðan í deildinni.

Emma Karólína Snæbjarnardóttir, Iho Lopez og Yvette Adriaans sækja að körfu Fjölnis í leiknum í gær. Myndir: Helgi Heiðar Jóhannesson.

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30