Fara í efni
Umræðan

Þakkir til fulltrúa okkar og frambjóðenda

Eins og flestir sem þetta lesa vita þá er stutt í sveitastjórnakosningar hjá okkur sem erum svo lánsöm að geta kallað Ísland „heim“. Okkur sem búum hér finnst svo sjálfsagt að við getum ákveðið með atkvæðum okkar hverjir það eru sem setjast í borgar- bæjar- og sveitastjórnir sem og á þing, einnig fulltrúa í stjórnir hjá félögum sem starfa á hinum ýmsum sviðum vítt og breitt um land eða á landsvísu ef við kjósum að vera virk í félagsstarfi. Því miður þá er þessu ekki alls staðar þannig fyrirkomið að hinn almenni borgari geti haft jafn bein áhrif í sínu samfélagi og eins og dæmin sanna þá er auðvelt að missa þann rétt frá sér og víða eru kosningar til málamiðla ef þá kosningar fara fram yfir höfuð.

Það sem mér er hugleikið nú, er hvað fær einstaklinga til að vilja bjóða sig fram til að vera fulltrúar okkar hinna í stjórnum og ráðum hvort sem er í sveitastjórnum á þingi eða í félögum? Það er mín staðfasta trú að í flestum ef ekki öllum tilfellum sé það áhugi á að hafa áhrif til góðs á framvindu mála í viðkomandi sveitafélagi, hópi eða félagi. Þessir einstaklingar fórna tíma sem þeir gætu varið til sinna fjölskyldu og vinum eða áhugamálum í stað þess að verja tíma sínum í að komma að því að byggja upp gott samfélag og leggja fram vinnuframlag sem kemur okkur öllum til góða.

Þá erum við komin að kjarna þess sem fær mig til að setja þessar línur á blað en það er þakklæti, þakklæti til þeirra ykkar sem eru tilbúin til að bjóða ykkur fram, til að vera í forsvari fyrir okkur hin til að byggja upp samfélag sem á flest ef ekki alla mælikvarða er í fremstu röð í heiminum í dag. Að sjálfsögðu er alltaf hægt að gera betur enda er lífið ein vegferð og áfangastaðurinn á ávallt að vera réttlátara og fallegra samfélag í sinni fjölbreyttustu mynd. Sem einn af þeim fjölmörgu sem oftar en ekki hef kosið að sitja hjá og eftirláta öðrum að vera í forsvari vill ég segja TAKK til ykkar sem eruð að hverfa af vettvang sveitastjórna og ekki síðurr TAKK til þeirra ykkar sem eruð á listum framboða og viljið láta gott af ykkur leiða á þeirri vegferð að byggja upp réttlátt, gott og fallegt samfélag.

Við hin sem höfum kosið að sitja hjá mættum oftar sýna þakklæti okkar og virðingu í ríkara mæli til þeirra sem eru viljug til að vera í forystu, því það er jú ekki sjálfgefið að aðrir séu tilbúnir að vera í forsvari fyrir okkur ef umræðan er er í formi formælinga og neikvæðni í stað þakklætis og virðingar.

Elías Bj. Gíslason er þakklátur íbúi á Akureyri.

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10