Fara í efni
Umræðan

Stefnumál framboðanna í Eyjafjarðarsveit

Mynd af vef Eyjafjarðarsveitar.

Í komandi sveitarstjórnarkostningum þann 14. maí næstkomandi verða tveir listar í framboði í Eyjafjarðarsveit: F-listinn og K-listinn.

Framboð og stefnumál F-listans 

 1. Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi
 2. Linda Margrét Sigurðardóttir, sérfræðingur
 3. Kjartan Sigurðsson, fyrirtækjaráðgjafi
 4. Berglind Kristinsdóttir, bóndi
 5. Anna Guðmundsdóttir, fv.. aðstoðarskólastjóri/býflugnabóndi
 6. Hákon Bjarki Harðarson, bóndi
 7. Hafdís Inga Haraldsdóttir, framhaldsskólakennari
 8. Reynir Sverrir Sverrisson, bóndi
 9. Rósa Margrét Húnadóttir, þjóðfræðingur
 10. Gunnar Smári Ármannsson, bóndi
 11. Susanne Lintermann, landbúnaðarfræðingur
 12. Bjarki Ármann Oddsson, forstöðumaður
 13. Jóhanna Elín Halldórsdóttir, danskennari og snyrtifræðingur
 14. Jón Stefánsson, byggingariðnfræðingur

Atvinnumál

 • Stefnt er að því að gera nýsköpunarmálum hátt undir höfði og horfa til þeirra tækifæra sem sveitin hefur upp á að bjóða. Nýsköpunarsjóður Eyjafjarðarsveitar verði settur á fót. Markmið með honum er að stuðla að því að ný störf verði til í sveitarfélaginu og útvega aðstöðu fyrir frumkvöðla innan ólíkra atvinnugreina.
 • Stefnt er að því að setja upp fjarvinnslusetur og kanna möguleika á því að nýta gamla þinghúsið til þess, þar sem leikskólinn er nú. Aukin eftirspurn hefur verið eftir slíkum rýmum þar sem möguleikar starfa án staðsetningar hafa aukist. Þessi möguleiki verði kynntur sem aðdráttarafl fyrir sveitarfélagið.
 • Til að efla ferðaþjónustu í sveitarfélaginu verði unnið að því að merkja menningarminjar, afþreyingar- og áningarstaði í sveitarfélaginu. Einnig að setja upp skilti og uppfæra kort til upplýsingar fyrir ferðamenn.
 • Markaðssetja ákveðna áningarstaði í sveitinni og koma upp snyrtingum og aðstöðu.
 • Styðja áfram við uppbyggingu ferðaþjónustunnar í sveitarfélaginu m.a. með áframhaldandi aðild að Markaðsstofu Norðurlands og annarra stuðningsaðila.
 • Styðja við bændamarkaði og Handverkshátíð.
 • Halda áfram að kanna möguleika á að leggja hitaveitu víðar í sveitarfélaginu en þar sem það er ekki raunhæft verða aðrir möguleikar skoðaðir.

Íbúasamráð og stjórnsýsla

 • Setja rafræna íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins til að auðvelda samskipti íbúa við stjórnsýsluna.
 • Skapa samráðsvettvang sveitarstjórnar og íbúa með því að halda reglulega íbúafundi til að taka stöðuna í hinum ýmsu málaflokkum.
 • Halda hugmyndasamkeppni meðal íbúa um nöfn á nýjum götum í Hrafnagilshverfi.
 • Gæta þess að leitað sé eftir sjónarmiðum á þjónustu og starfsemi sem snerta ólíka hópa samfélagsins.
 • Áfram verði haldið samstarfi við önnur sveitarfélög með byggðasamlögum og á vettvangi SSNE.
 • Ábyrgur rekstur sveitarfélagsins.
 • Endurráða Finn Yngva Kristinsson sem sveitarstjóra.

Umhverfismál

 • Byggja upp græn svæði samkvæmt nýju skipulagi Hrafnagilshverfis eftir því sem hverfið byggist.
 • Byrja á gróðursvæði með trjám og runnum sem verði komið fyrir meðfram veginum sem liggur í gegnum hverfið (núverandi Eyjafjarðarbraut vestri).
 • Styðja við snyrtimennsku í sveitarfélaginu.
 • Koma upp grenndarstöðvum á vel völdum stöðum í sveitarfélaginu og aðgangsstýrðu gámasvæði utan vaktaðs opnunartíma
 • Hvetja til umhverfisvænna bygginga (umhverfisvottaðra) t.d. með því að veita afslátt á lóðagjöldum.
 • Stuðla að fjölgun hleðslustöðva í sveitarfélaginu.

Samgöngu- og skipulagsmál

 • Setja göngu- og hjólastíg frá Leiruvegi meðfram Eyjafjarðarbraut eystri að Miðbraut á aðalskipulag og hefja hönnun.
 • Í samskiptum við Vegagerðina er brúargerð forgangsmál; Stíflubrúin við Möðruvelli, bogabrúin við Sandhóla og brúin við Munkaþverá.
 • Sveitarstjórn auki enn þrýsting á uppbyggingu vega og lagningu bundins slitlags í framfirðinum.
 • Leggja lokahönd á deiliskipulag Hrafnagilshverfis á þeim grunni sem nú liggur fyrir.
 • Haldið verði áfram að skipuleggja og leggja reiðstíga um sveitarfélagið í samvinnu við Vegagerðina og Hestamannafélagið Funa.
 • Setja áningarstaði og gönguleiðir/útivistarstíga inn í aðalskipulag.
 • Endurskoða ferla við ákvörðun um snjómokstur í samráði við þá sem annast þjónustuna. Fá raunhæfar mælingar á umferð um einstaka vegi svo hægt sé að þrýsta á aukinn snjómokstur frá Vegagerðinni.
 • Ljúka flokkun á landbúnaðarlandi og marka stefnu um landnotkun í aðalskipulagi. Það felur m.a. í sér að vernda gott landbúnaðarland.
 • Kynna hugmyndir að nýju miðbæjarhúsi og skipulagi á lóðinni við Laugarborg.
 • Vinna að því að koma á skipulögðum athafnasvæðum í sveitarfélaginu.
 • Einfalda umsóknarferli í skipulagsmálum og veita upplýsingar með skýrum hætti inn á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar um hvaða gögn þurfa að fylgja með hverju sinni.

Lýðheilsu- og félagsmál

 • Gera könnun á lýðheilsu á meðal íbúa svo hægt sé að taka stöðuna og setja svo markmið út frá þeim niðurstöðum.
 • Styrkur hækkaður til skipulagðs tómstundastarfs barna og ungmenna 12-17 ára.
 • Stuðla að aukinni vellíðan og samkennd í samfélaginu. Styrkja samfélagsandann með því að vekja athygli á því sem jákvætt er í sveitarfélaginu.
 • Hrinda í framkvæmd reglulegum viðburðum innan sveitarfélagsins sem stuðla að heilsueflingu íbúa, ungra sem aldinna.
 • Stuðla að því að byggja brú á milli kynslóða.
 • Halda áfram samstarfi og stuðningi við ungmennafélagið Samherja en styðja jafnframt við aukna fjölbreytni í tómstundastarfi fyrir börn og unglinga.
 • Halda áfram að byggja upp leik- og íþróttasvæði á skólasvæðinu.
 • Bjóða eldri borgurum upp á afnot af íþróttasal. Festa í sessi faglega þjálfun í hreyfitímum og bjóða upp á heilsufarsmælingu fyrir þá sem það kjósa.
 • Tryggja að allir eldri borgarar og aðstandendur viti hvað er í boði fyrir þennan aldur í sveitarfélaginu og hvert eigi að leita eftir mismunandi þjónustu.
 • Bjóða upp á akstur í félagsstarf eldri borgara. Stefnt er að því að taka þjónustu við fatlaða til endurskoðunar.
 • Bæta aðgengi í félagslegum íbúðum.
 • Áframhaldandi samningur við Skógræktarfélag Eyjafjarðar um bætt aðgengi í skógarreitum í sveitarfélaginu til að íbúar eigi kost á að njóta fleiri útivistarsvæða.
 • Halda áfram uppbyggingu á útivistarsvæði ofan Hrafnagilshverfis (Aldísarlundi) með hag skólanna og íbúa allra að leiðarljósi.

Mennta- og menningarmál

 • Stefnt er að því að ljúka öllum framkvæmdum við leik-, grunnskóla og íþróttamiðstöð á kjörtímabilinu og þar með stórbæta aðstöðu nemenda og starfsfólks.
 • Endurskoða skólastefnu Eyjafjarðarsveitar.
 • Styrkja starfsemi bókasafns sem miðstöðvar fyrir íbúa og gesti.
 • Endurskoða þjónustusamning um skólaþjónustu við Akureyrarbæ. Markmiðið er að bæta þjónustu við skólasamfélagið t.d varðandi sálfræði- og félagsráðgjöf og þjónustu talmeinafræðings.
 • Setja af stað vinnu við samræmingu og hugsanlega sameiningu leik- og grunnskóla.
 • Halda áfram uppbyggingu á aðstöðu og auka útbúnað til útikennslu.
 • Bæta aðstöðu til list- og verkgreinakennslu.
 • Efla samskipti sveitarfélagsins við stofnanir, fyrirtæki og félög á sviði mennta- og menningarmála og samstarf við önnur sveitarfélög.
 • Styðja og styrkja við menningarstarf með beinum og óbeinum hætti og hlúa að því sem fyrir er.
 • Varðveita og halda á lofti sérkennum, menningararfi og sögu sveitarinnar, t.d. með útgáfu Eyvindar og merkingu sögustaða.
 • Stuðla að fjölbreyttu framboði af viðburðum á sviði lista, menningar og fræðslu með kynningu á þeirri aðstöðu sem hér er í boði.
 • Stuðla að viðburðum í sveitarfélaginu sem efla samheldni í samfélaginu, í samstarfi við félög í sveitinni.

Facebook-síða F-listans: F-listinn Eyjafjarðarsveit | Facebook

_ _ _

Framboð og stefnumál K-listans

 1. Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, fjölskyldufræðingur/bóndi
 2. Sigurður I. Friðleifsson, framkvæmdastjóri
 3. Sigríður Bjarnadóttir, brautarstjóri/framkvæmdastjóri
 4. Guðmundur S. Óskarsson, bóndi/vélfræðingur
 5. Sóley Kjerúlf Svansdóttir, sérkennslustjóri
 6. Eiður Jónsson, verkstæðisformaður
 7. Margrét Árnadóttir, söngkennari
 8. Þórir Níelsson, bóndi/rennismiður
 9. Elín M. Stefánsdóttir, bóndi
 10. Jón Tómas Einarsson, kvikmyndagerðarmaður
 11. Rósa S. Hreinsdóttir, bóndi
 12. Benjamín Ö. Davíðsson, skógræktarráðgjafi
 13. Jófríður Traustadóttir, heldri borgari
 14. Aðalsteinn Hallgrímsson, bóndi

Fjármál og stjórnsýsla

 • Ábyrgur rekstur og skynsemi í fjárfestingum þar sem fjármunum er vel varið í þágu íbúa.
 • Bæta og einfalda verkferla í stjórnsýslu, t.d. umsóknir og leyfi til að bæta þjónustu.
 • Skýra verklag og auka skilvirkni nefnda.
 • Efla enn frekar gott samstarf við nágrannasveitarfélög.
 • Endurráða núverandi sveitarstjóra.

Félags- og jafnréttismál

 • Standa vörð um réttindi íbúa til félagslegrar þjónustu og leitast við að mæta þörfum íbúanna á hverjum tíma.
 • Bjóða eldri borgurum upp á tölvu- og tæknikennslu eftir megni.
 • Hlúa að félagsstarfi eldri borgara og hvetja til að sem flestir taki þar þátt.
 • Gæta skal að jafnræðis- og jafnréttissjónarmiðum í öllu starfi sveitarfélagsins.
 • Eiga áframhaldandi gott samstarf við félög í sveitinni til eflingar á fjölbreyttu félagsstarfi fyrir íbúana.
 • Gera grunnupplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins aðgengilegar fyrir íbúa þess sem ekki tala íslensku.

Íþrótta- og tómstundamál

 • Styðja áfram frábært starf ungmennafélagsins til að bjóða áfram upp á fjölbreytta möguleika til íþróttaiðkunar fyrir fólk á öllum aldri.
 • Standa við bakið á æskulýðsstarfi í sveitarfélaginu.
 • Uppbygging á sundlaugarsvæði og heilsurækt samhliða nýbyggingu.
 • Halda áfram að skipuleggja og merkja útivistarstíga í sveitarfélaginu.

Landbúnaðar- og atvinnumál

 • Standa vörð um sterkan landbúnað og styðja við nýsköpun í greininni.
 • Hvetja íbúa til nýsköpunar og leiðbeina um styrkumsóknir.
 • Efla enn frekar samstarf milli sveitarfélags og ferðaþjónustu.
 • Gera afgreiðslu sundlaugar að öflugri upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og gesti.
 • Hefja uppbyggingu áningarstaða og gönguleiða samkvæmt fyrirliggjandi hönnunarhandbók í samstarfi við landeigendur.

Menningarmál

 • Gera sögustaði sveitarfélagsins sýnilega.
 • Efla menningarstarfsemi í sveitarfélaginu.
 • Skapa vettvang fyrir sveitamarkað og uppskeruhátíð fyrir íbúa.

Skipulagsmál

 • Fylgja eftir skipulagi í Hrafnagilshverfi þannig að úr verði fallegt þorp sem eftirsótt er að búa í.
 • Vinna áfram að lausnum í reiðvegamálum í sveitarfélaginu.
 • Halda áfram að þrýsta á vegabætur í sveitarfélaginu með áherslu á brýr í framfirðinum.
 • Finna lóðir fyrir uppbyggingu atvinnuhúsnæðis.

Skólamál

 • Auka stuðning við barnafjölskyldur með lækkun leikskólagjalda.
 • Vanda vel til verka við framkvæmdir og uppbyggingu á skólasvæðinu.
 • Endurskoða menntastefnu fyrir sveitarfélagið í tengslum við nýja skólabyggingu.
 • Nýta vel þá fjölbreyttu möguleika sem skapast í skólastarfi með nýrri skólabyggingu.
 • Efla samstarf milli leik-, grunn- og tónlistarskóla.

Umhverfis- og orkumál

 • Meta þörf og greina hentugar staðsetningar hleðslustöðva fyrir rafbíla.
 • Gera úttekt á kostum gasgerðarstöðvar í Eyjafirði með tilliti til umhverfisþátta og betri búfjáráburðar.
 • Vinna áfram að lagningu hitaveitu í sveitarfélaginu.
 • Fá ráðgjöf um uppsetningu á varmadælum fyrir rafhitað húsnæði og bjóða upp á styrki til uppsetningar á búnaði.
 • Fara í orkunýtniátak í húsnæði sveitarfélagsins til að spara raforku og lækka rekstrarkostnað.
 • Gera úttekt á kolefnisbindingu innan sveitarfélagsins.
 • Fara í kolefnisbindingu með skógrækt á landsvæði í eigu sveitarfélagsins.

Facebook-síða K-listans: K - Listinn í Eyjafjarðarsveit | Facebook

Kjörfundur laugardaginn 14. maí nk. verður í Hrafnagilsskóla og stendur frá 10:00- 22:00.

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00