Fara í efni
Umræðan

Opið fyrir umsóknir á lista Nýs upphafs

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sæti á lista Nýs upphafs, framboðs sem stefnir að því að bjóða fram í næstu kosningum til bæjarstjórnar Akureyrar árið 2026. Lögð er áhersla á að Nýtt upphaf sé ekki flokkur heldur „millistykki“ frá frambjóðendum til kjósenda, eins og sagði í frétt Akureyri.net síðastliðið haust.

Í fyrsta skipti verður hægt að kjósa einstaklinga í stað flokka, segir í tilkynningu frá Nýju upphafi.

„Nýtt upphaf er nýtt og spennandi afl skapað fyrir fólk sem brennur fyrir sveitarstjórnarmálum,“ segir í tilkynningunni. „Ef þú sækir um hjá Nýju upphafi þá langar þig að taka aðeins til, breyta einhverju til hins betra og halda í það sem gott er. En þú gerir það á þínum eigin forsendum. Án þess að nokkur flokkur styðji þig. Nýtt upphaf er ekki flokkur, heldur það verkfæri sem þarf til svo þú getir boðið þig fram.“

Hægt að kjósa einstaklinga 

„Í fyrsta sinn í stjórnmálasögu landsins okkar verður hægt að kjósa einstaklinga. Ekki einungis flokka. Þú getur kosið einstaklinga sem þora að standa með eigin skoðunum. Einstaklinga sem eru ekki háðir ákvörðunum annarra og eru óhræddir við að takast á við krefjandi verkefni.

Með því að sækja um starfið, átt þú möguleika á að taka þátt í sögulegum kosningum og þú tekur á sama tíma þátt í að endurskapa pólítíska sögu þjóðarinnar.“

Í tilkynningunni segir að þær hæfniskröfur séu gerðar til umsækjaneda að þeir uppfylli gildi Nýs upphafs. Þau eru: kurteisi, virðing, áræðni og vegferð.

„Umsækjandi þarf að geta sýnt fram á sjálfstæð vinnubrögð, vera skipulagður og stundvís. Hafa hugsjón og þora að taka krefjandi ákvarðanir í umhverfi sem er oft lúið og úrsérgengið.“

Tekið er fram að öllum umsækjendum verði svarað. „Nýtt Upphaf skapar öflugt umhverfi fyrir umsækjendur til að þeir geti kynnt sig og sína hugmyndafræði. Að lokum verða það bæjarbúar sem velja þessa 11 einstaklinga í stöðurnar þegar gengið verður til kosninga laugardaginn 16. maí 2026.“

Fram kemur að til þess að skila inn umsókn þurfi að senda kynningarbréf og ferilskrá á nyttupphafnordur@gmail.com

Frekari upplýsingar um störfin veitir Ásgeir Ólafsson Lie í síma 866 - 9066, segir í tilkynningunni.

Nýtt upphaf á Facebook

Jöfn tæki­færi til menntunar

Ingibjörg Isaksen skrifar
08. október 2024 | kl. 22:30

Góð leiksvæði eru gulls ígildi

Hilda Jana Gísladóttir skrifar
08. október 2024 | kl. 09:30

Stærra mál en Icesave og þriðji orkupakkinn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. október 2024 | kl. 06:00

Heil­brigðis­stofnun Norður­lands 10 ára í dag

Jón Helgi Björnsson skrifar
01. október 2024 | kl. 12:20

Séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
28. september 2024 | kl. 12:00

Hvað segir það um málstaðinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. september 2024 | kl. 06:00