Fara í efni
Umræðan

Söfnun kjörkassa gengur eftir áætlun

Talning atkvæða fer fram í Brekkuskóla. Mynd: Þorgeir Baldursson

Fyrstu tölur úr Norðausturkjördæmi voru birtar skömmu fyrir kl. 23 í kvöld, en þá höfðu einungis 2.000 atkvæði verið talin. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hve margir kjósendur greiddu atkvæði í kjördæminu, en 31.039 manns voru á kjörskrá.

Reikna má með næstu tölum úr Norðausturkjördæmi einhvern tíma upp úr miðnætti, en enn er einungis verið að telja atkvæði úr hluta kjördæmisins. Eva Dís Pálmadóttir, sem situr í yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis, sagði í samtali við Akureyri.net nú fyrir skömmu að söfnun kjörkassa gangi samvæmt áætlun á norðausturhorninu.

Enn er verið að safna saman og flytja kjörkassa af Austurlandi upp á Egilsstaði þaðan sem ætlunin er að flugvél Norlandair flytji kjörkassana til Akureyrar. Körfundi lauk kl. 22 á stærstu stöðunum og því talsvert í það að atkvæðaseðlar af Austurlandi berist til Akureyrar og komi inn í tölur úr kjördæminu. 

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30