Fara í efni
Umræðan

Smit í Giljaskóla, nokkrir eru í sóttkví

Starfsmaður Giljaskóla hefur greinst með Covid og nokkrir úr hópi starfsfólks og nemenda eru farnir í sóttkví.

Á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra er greint frá því að um helgina hafi komið upp fjögur staðfest smit í bænum. Nú eru 38 í sóttkví á Akureyri og 11 í einangrun.

í tilkynningu, sem birtist á vef Giljaskóla í gærkvöldi, segir Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri:

„Í kvöld fengum við upplýsingar um að starfsmaður í starfsmannateymi 6. bekkjar hafi greinst með covid.

Eftir skoðun og rakningu í samstarfi við smitrakningarteymi Almannavarna er niðurstaðan sú að nokkrir úr hópi starfsfólks og nemenda fara í sóttkví. Þeir einstaklingar hafa allir fengið upplýsingar um það. Aðrir nemendur og starfsfólk sem tengjast árganginum þurfa að viðhafa svokallaða smitgát og vera þar með mjög vel vakandi fyrir minnstu einkennum og fara í sýnatöku ef þeirra verður vart.

Aðrir þurfa hvorki að viðhafa smitgát eða sóttkví, en við biðjum ykkur eftir sem áður að vera mjög vel vakandi fyrir einkennum og alls ekki senda börnin í skólann ef þau hafa eftirtalin einkenni:

  • Hósti
  • Hiti
  • Hálssærindi
  • Kvefeinkenni
  • Andþyngsli
  • Bein- og vöðvaverkir
  • Þreyta
  • Kviðverkir, niðurgangur, uppköst
  • Skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni
  • Höfuðverkur

Eins og áður þurfum við að taka höndum saman og hjálpast að í þessu mikilvæga verkefni.“

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00