Fara í efni
Umræðan

Skutust í skimun, koma „formlega“ á morgun

Vilhelm EA kemur að Krossanesi í morgun. Ljósmyndir: Þorgeir Baldursson.

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 lagðist að bryggju í Krossanesi í morgun en einungis rétt á meðan skipverjar skutust í land og í skimun vegna kórónuveirunnar. Aftur verður haldið út á eftir og dólað í grennd við Hrísey þar til í fyrramálið, en ráðgert er að skipið komi þá „formlega“ til heimahafnar og leggist að Togarabryggjunni klukkan 10.00.

Eins og greint hefur verið frá verður ekki hægt að hafa skipið til sýnis að svo stöddu og því rétt að minna enn og aftur á að klukkutíma þáttur um Vilhelm verður sýndur á sjónvarpsstöðinni N4 á mánudaginn, annan í páskum, klukkan 20.00. Árni Rúnar Hrólfsson, myndatökumaður og Karl Eskil Pálsson, dagskrárgerðarmaður, sigldu með þessu nýja, glæsilega skipi heim frá Danmörku.

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45