Fara í efni
Umræðan

Skutust í skimun, koma „formlega“ á morgun

Vilhelm EA kemur að Krossanesi í morgun. Ljósmyndir: Þorgeir Baldursson.

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 lagðist að bryggju í Krossanesi í morgun en einungis rétt á meðan skipverjar skutust í land og í skimun vegna kórónuveirunnar. Aftur verður haldið út á eftir og dólað í grennd við Hrísey þar til í fyrramálið, en ráðgert er að skipið komi þá „formlega“ til heimahafnar og leggist að Togarabryggjunni klukkan 10.00.

Eins og greint hefur verið frá verður ekki hægt að hafa skipið til sýnis að svo stöddu og því rétt að minna enn og aftur á að klukkutíma þáttur um Vilhelm verður sýndur á sjónvarpsstöðinni N4 á mánudaginn, annan í páskum, klukkan 20.00. Árni Rúnar Hrólfsson, myndatökumaður og Karl Eskil Pálsson, dagskrárgerðarmaður, sigldu með þessu nýja, glæsilega skipi heim frá Danmörku.

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10

Tryggjum öryggi eldri borgara

Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:00