Skólahljómsveitir á Sal Gamla skóla
GAMLI SKÓLI – 21
- Í þessum mánuði eru 120 ár síðan hið gamla, glæsilega skólahús Menntaskólans á Akureyri var tekið í notkun. Akureyri.net hefur af því tilefni birt einn kafla á dag úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri. Upp er runninn síðasti dagur októbermánaðar og hér með lýkur því skoðunarferð um þá góðu bók.
Skólahljómsveitir hafa leikið fyrir dansi á Sal „frá ómunatíð“. Á Sal voru haldnir dansleikir hálfsmánaðarlega, fullveldisfagnaður 1. desember, árshátíð á Jónsmessu Hólabiskups á föstu og að sjálfsögðu lokadansleikur skólans, dimissio, þegar verðandi stúdentar voru kvaddir. Auk þess á Sal haldnir málfundir og grímudansleikir þegar húsakynni voru fagurlega skreytt.

Teikning Odds Björnssonar rithöfundar sýnir Hljómsveit MA 1950 þar sem í voru: Ingvar Níelsson frá Norðfirði, klarínetta, Þorsteinn Ingi Jónsson frá Vatnsholti í Staðarsveit, trommur, Reynir Jónasson frá Helgastöðum í Reykjadal, harmonikka, Gissur Pétursson frá Akureyri, píanó.

Hljómsveit MA á Miðsal á dimissio 1958: Marinó Þorsteinsson frá Akureyri, trommur, Sigurður Jónsson frá Norðfirði, saxófón, Hængur Þorsteinsson frá Blönduósi, gítar, Sævar Vigfússon frá Akureyri, trompett, og Sveinn Gústafsson frá Siglufirði, píanó.

Mynd: Hængur Þorsteinsson
Guttabandið á Norðursal á dansleik 1958: Jón Sæmundur Sigurjónsson frá Siglufirði, klarínetta, Marinó Þorsteinsson frá Akureyri, trommur, Hannes Arason, trésmiður á Akureyri, bassa, Sighvatur Björgvinsson frá Ísafirði, saxófón, Guttormur Pétur Einarsson frá Vestmannaeyjum, básúna, Reynir Eyjólfsson frá Haugum í Skriðdal, gítar, Óskar Óskarsson frá Norðfirði, trompett, Ólafur Ragnars úr Njarðvík, píanó.
- Skólahljómsveitir á Sal er kafli úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri sem Völuspá gaf út árið 2013. Höfundur bókarinnar er Tryggvi Gíslason, skólameistari frá 1972 til 2003.
Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?
Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi
Innflytjendur, samningar og staðreyndir
Húsnæðisbóla