Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?
07. júlí 2025 | kl. 08:50
KA/Þór tekur á móti Fram í Olís deild Íslandsmóts kvenna í handbolta í dag. Leikurinn hefst klukkan 15.00 í KA-heimilinu; síðasti heimaleikur Stelpnanna okkar áður en úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn hefst. Deildinni lýkur um næstu helgi og þá mæta stelpurnar liði Vals á útivelli. Þá ræðst hverjir verða mótherjar KA/Þórs í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en ljóst að það verður annað hvort ÍBV eða Valur.