Fara í efni
Umræðan

Rúmlega 6.000 skammtar í vikunni

Heilbrigðisstofnun Norðurlands fær rúmlega 6.000 skammt af bóluefni gegn Covid 19 í þessari viku. Á Akureyri er bólusett á slökkvistöðinni sem fyrr.

  • Pfizer bóluefnið verður m.a. nýtt í seinni bólusetningu þeirra sem fengu það efni 1. til 4. júní og fyrr.
  • Astra Zeneca bóluefnið mun eingöngu verða notað fyrir seinni bólusetningu.
  • Nýir skammtar af Pfizer og Janssen bóluefninu verða notaðir til að klára alla árganga og þá sem ekki hafa komist í bólusetningu áður.
  • Mikilvægt er að þeir sem ætla að nýta sér bólusetningar mæti í vikunni. Framvegis verða fyrri bólusetningar ekki vikulega.
  • HSN hvetur fólk til að skrá símanúmer sín í Heilsuveru, einnig að passa upp á að yngra fólkið og útlendingar sem búa á svæðinu skrái símanúmer sín.

Á morgun, þriðjudaginn 22. júní, er seinni bólusetning með Pfizer. Ekki er hægt að fá fyrri bólusetningu af Pfizer þann dag. Einnig verður seinni bólusetning þeirra sem fengu Astra Zeneca á tímabilinu 30. mars til 7. apríl. Þeir verða í forgangi fyrir Astra Zeneca þennan dag. Þeir sem vilja flýta seinni Astra Zeneca bóluetningu mega koma í lok dags kl. 15:00 og athuga hvort hægt sé að verða við því.

Miðvikudaginn 23. júní verður fyrri bólusetning með Pfizer og eru allir velkomnir sem ekki hafa áður komist. SMS boð hafa verið send út. Bólusett er frá kl. 09.00 til 13:30.

Bólusetningar með Janssen verða ekki þessa viku en munu halda áfram í næstu viku og þá mun þeim sem hafa fengið Covid og eru 18 ára og eldri, standa til boða að fá bólusetningu.

  • Athugið – nú má allur árgangur 2005 mæta. Foreldrar geta mætt með ef vilja.

 

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Hér rís önnur heilsugæslustöð

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. mars 2024 | kl. 13:11

Akureyri stendur ekki í vegi fyrir kjarasamningum

Heimir Örn Árnason skrifar
06. mars 2024 | kl. 15:15