Fara í efni
Umræðan

Orri Sigurjónsson gengur til liðs við Fram

Orri Sigurjónsson, fyrir miðju, í síðasta heimaleiknum með Þór - 2:0 sigri á HK 14. ágúst í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnumaðurinn Orri Sigurjónsson, sem alltaf hefur leikið með Þór, er genginn til liðs við Fram, sem leikur í efstu deild Íslandsmótsins. Fram tilkynnti þetta í dag.

„Orri hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram og mun þar af leiðandi bætast í leikmannahóp liðsins fyrir komandi tímabil. Orri á 194 leiki að baki á 11 ára ferli með uppeldis félagi sínu Þór Akureyri, þar af tvö tímabil í efstu deild,“ segir í tilkynningu Framara.

Orri er 28 ára gamall og hefur ýmist spilað sem aftasti maður á miðjunni eða í hjarta varnarinnar með Þór. 

Í tilkynningunni segir að Jón Sveinsson, þjálfari Fram og hans menn, séu Orra vel kunnugir „enda hefur hann iðulega æft með okkur yfir vetrarmánuðina. Hann er búsettur erlendis eins og er og mun koma til liðs við strákana í æfingaferðinni í mars mánuði. Við reiknum því með að hann verður klár í slaginn þegar mótið hefst og er góð viðbót í hópinn,“ sagði Agnar Þór Hilmarsson formaður knattspyrnudeildar Fram.

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00