Fara í efni
Umræðan

Norðanbækur fyrir jólin

Norðanbækur fyrir jólin

Bók er enn algeng jólagjöf og vonandi verður svo í auknum máli, því við þurfum að lesa mikið, ekki bara gömlu bækurnar okkar heldur líka það sem nýtt er. Bókaútgáfan hefur sem betur fer breyst á undanförnum árum þannig að bækur koma ekki eingöngu út síðustu dagana fyrir jól. Nýjar bækur koma á markað allt árið um kring.

Norðlenskir höfundar koma ævinlega við sögu á hverju ári og til gamans eru hér tíndar til nokkrar bækur sem tengjast Norðurlandi, þótt bók komi út annars staðar eða höfundur sé oft fluttur burt.

 • Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin er splunkuný myndskreytt bók eftir séra Sigurð Ægisson á Siglufirði
 • Á Ytri-Á er mögnuð saga Mundínu Þorláksdóttur og Finns Björnssonar á Ytri-Á í Ólafsfirði sem eignuðust 20 börn á 28 árum. Óskar Þór Halldórsson skráði.
 • Fæddur til að fækka tárum er mikil bók sem Jón Hjaltason hefur sett saman um Káinn, ævi hans og verk.
 • Myndir og minningar er bók með myndum og minningum sem Kristín Aðalsteinsdóttir ritstýrir
 • Gljúfrabúar og giljadísir er myndabók á íslensku og ensku eftir séra Svavar Alfreð Jónsson.
 • Konan sem datt upp stigann er reynslusaga eftir Ingu Eydal.
 • Raddir - annir og efri ár er minningabók sem Kristín Aðalsteinsdóttir og Jón Hjartarson ritstýra.
 • Skáldaleyfi er ný ljóðabók eftir Sigmund Erni Rúnarsson.
 • Mar er ljóðabók sem Stefán Þór Sæmundsson gaf út fyrr á árinu.
 • Milli svefns og vöku er ljóðabók Guðmundar Beck.
 • Látra-Björg er bók um ævi og kveðskap Lárta- Bjargar í samantekt Helga Jónssonar
 • Hestar er bók fyrir unga og gamla eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygering.
 • Sigríður á Tjörn er minningabók Sigríðar Hafstað.
 • Hellirinn er barnabók eftir Hildi Loftsdóttur.
 • Í faðmi ljónsins er bók Orra Páls Ormarssonar um ensku knattspyrnuna.
 • Pastelbækur eru ritröð í tengslum við Flóru á Akureyri, en fjórar nýjar pastelbækur komu út á árinu, eftir Ármann Jakobsson, Brák Jónsdóttur og Þóri Hermann Óskarsson, Heklu Björt Helgadóttur og Magnús Helgason
 • Brennan á Flugumýri er barnabók eftir Önnu Dóru Antonsdóttur.
 • Vetrarmein er svo glæpasaga sem gerist á Siglufirði, lokahnykkurinn í röð sagna um Ara lögreglumann. Höfundur er Ragnar Jónasson sem á rætur norður þar.

Þetta er alls ekki tæmandi upptalning og því er réttast að vísa á Bókatíðindi sem hægt er að skoða á vef og svo má nalgast prentaða útgáfu í verslunum N1.

Sverrir Páll Erlendsson kenndi íslensku við Menntaskólann á Akureyri frá 1974 til 2018.

Lautin athvarf 20 ára (22 ára)

Ólafur Torfason skrifar
09. desember 2022 | kl. 14:00

Örugg skref í átt að sjálfbærni

Elma Eysteinsdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 21:00

Metnaðarfull áætlun fyrir sveitarfélagið

Heimir Örn Árnason skrifar
05. desember 2022 | kl. 20:35

Ánægð með að hlustað var á Samfylkinguna

Hilda Jana Gísladóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 16:55

Aukið fjármagn frá ríkinu breytir stöðunni

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 16:00

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 15:45