Fara í efni
Umræðan

Níu nýstúdentar brautskráðir frá MA

Undanfarin misseri hefur Menntaskólinn á Akureyri (MA) boðið upp á sveigjanleg námslok og því hafa allmörg lokið stúdentsprófi á öðrum tíma en 17. júní, í ágúst eða í desember. Þetta hafa þó verið fáir nemendur í hvert skipti en nú brá svo við að níu nemendur alls luku stúdentsprófi. Að því tilefni var haldin lítil brautskráningarathöfn í Gamla skóla í gær og nýstúdentarnir mættu ásamt fjölskyldum sínum. Boðið var upp á veitingar og var þetta afar notaleg og gleðileg stund, að því er segir á vef skólans. Þar er nýstúdentunum óskað innilega til hamingju. Sjö þeirra náðust á mynd.

Blöndulína 3, jarðstrengsumræðan og framtíðin

Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar
30. apríl 2024 | kl. 10:10

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30