Fara í efni
Umræðan

Gáfu Barnaspítalasjóði Hringsins 863 þúsund

Tómas Óli Ingvarsson og Sjöfn Hulda Jónsdóttir afhenda styrkinn, Anna Björk Eðvarsdóttir formaður Hringsins er lengst til vinstri. Mynd af vef MA.

Á hverju ári stendur Huginn, skólafélag Menntaskólans á Akureyri, fyrir góðgerðarviku. Þá er fé safnað með fjölbreyttum hætti og rennur það jafnan óskert til einhverra góðgerðarsamtaka. Nemendur kjósa hvaða félag verður fyrir valinu hverju sinni og í ár var það Barnaspítalasjóður Hringsins. Stjórn skólafélagsins notaði tækifærið og afhenti féð þegar MA-ingar héldu til Reykjavíkur í því skyni að keppa til úrslita í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi.

Akureyri.net sagði frá úrslitum MORFÍs á dögunum en nánar er fjallað um sigurinn á vef Menntaskólans. Smellið hér til að lesa þá frétt.

Blöndulína 3, jarðstrengsumræðan og framtíðin

Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar
30. apríl 2024 | kl. 10:10

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30